Frábærar síður

Númer eitt:

www.liveplasma.com Hefur þig einhvern tímann langað
að uppgötva nýja tónlist eða nýja kvikmynd? Athugaðu liveplasma og sláðu inn nafnið á uppáhaldshljómsveitinni þinni eða einhverri kvikmynd og liveplasma mun teikna upp fyrir þig tengsl sem þig hafði ekki órað fyrir. Liveplasma er skemmtilega hönnuð síða með flotta virkni. Þú munt eyða óratíma í að finna út tengingar milli Pulp Fiction og THX 1138. Númer tvö: www.ourmedia.org Ourmedia hefur verið kölluð móðir allrar grasrótarfjölmiðlunar. Á ourmedia er hægt að geyma gögn af hvaða tagi sem er. Allt sem þér dettur í hug að framleiða og deila með öðrum. Bandvíddin er góð og þar með er hægt að skoða og njóta alls konar framleiðslu frá alls konar fólki út um allan heim. Númer þrjú: www.yousendit.com Gleymir þú minnislyklinum þínum oftar en þig langar að rifja upp? Fór hann kannski í þvottavélina? Þarft þú að senda póst sem er of stór fyrir hefðbundin póstforrit? Þá er yousendit.com málið fyrir þig. Þarna getur þú sent og geymt skjöl sem eru allt að 1GB að stærð. Eins og það sé ekki nóg? Yousendit vírusskannar allt efni sem þangað kemur.

Site Footer