Framsókn teflir djarft.

Eins og allir vita þá halda ungir Framsóknarmenn aðalfund síðastliðna helgi á Hótel Skeiðum II. Þar sem um 280 ára afmæli SUF var að ræða var dagskráin hin veglegasta. Sumargleðin með Þorgeir Ástvaldsson í fararbroddi skemmti með sinni alkunni snilld og spiluðu fram á nótt. Nokkuð bar til tíðinda á þessu þingi og þar helst að ungir Framsóknarmenn ályktuðu að teknar skyldu í notkun s.k ”loftlestir” í Reykjavík. Einnig var ályktað að íslenska lambaketið væri afar bragðgottSérkennileg tillaga kom frá formanni SUF, Jakobi Hrafnssyni en hún var á þá leið að breyta skyldi reglunum í slönguspili. Fækka ættu slöngunum um eina og taka út þessa gulu stóru (sem nær frá reit 24 til 87). Tillagan var feld en breytingatillaga var samþykkt sem hljóðaði þannig að stóra gula slangan skyldi halda sér, ”enda á hún sér sterka samsvörun í hugum íslensku þjóðarinnar” en fallist var á að taka út stigann frá reit 51 til 67) í staðinn.Það er því ljóst að Ungir Framsóknarmenn tefla fram sterkri sveit í ár enda byggir flokkurinn á aldagamalli hefð og á sér sterkan samhjóm í hjörtum íslensku þjóðarinnar.

Site Footer