Framsókn bjargar meirihlutanum?

Getgátur um að Framsóknarflokkurinn komi inn í núverandi meirihluta (til að styrkja hann) eru athygliverðar. Augljóst er að þessi meirihluti er í andarslitrunum. Innkoma Framsóknarflokksins gæti blásið lífi í hann að nýju og Ólafi F verður bolað út. Gott og vel.

-Þetta er ágæt tillaga

En hvað græðir Framsókn á þessu? Meirihlutinn er gott sem fallinn og Tjarnarkvartettinn bíður bara rólegur til þess að taka yfir. Hvort skyldi nú Framsókn ganga betur með lömuðum Sjálfstæðisflokki og Ólafi F Magnússyni eða með 100 daga kvartettinum? Fylgi Framsóknar er í sögulegu lágmarki og Óskar Bergsson verður að hugsa sig vel um hvað kemur upp úr kössunum í næstu kosningum. Napóleón sagði eitt sinn að maður skyldi ekki trufla andstæðinga sína þegar þeir eru að gera mistök. Sannleikurinn er sá að Óskar Bergsson er með þetta í hendi sér.

Hann getur stokkið inn og bjargað Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F eða beðið eftir því að taka yfir þegar Kvartettinn kemst að í borgarstjórn. Reyndar er það svo að Óskar hefur sagt að hann ætli að standa með kvartettinum og syngja í takt og kjósendur kunna að meta þegar stjórmálamenn standa við svona prinsipp.

-Það er satt best að segja komið nóg af svikum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Eimreiðin

SÉRKENNILEG AFGREIÐSLA

Lúðu-eldi

Site Footer