Áfram Iceland Express!!

Ég flaug á dögunum frá Kef til Gautaborgar. Nokkurum klst áður en ég fór í loftið var mér tilkynnt að véln færi myndi millilenda í Berlín. Þaðan flygi hún svo tíl G-borgar.

Þarna var verið að sameina 2 flug sem ella hefðu verið halftóm.

Svona vinnubrögð þykja mér til fyrirmyndar! Auðvitað á að sameina flug ef kostur er. Það er vænt og grænt og mig munaði allavega ekkert um þennan klukkutíma sem þetta stopp í Berlín tók. Ég held að svona verði stundað í meira mæli í framtíðinni enda er þetta sniðug leið til sparnaðar. -Sem á endanum skilar sér til farþeganna.

Ég vil sjá meira svona. Við þurfum að nota skynsemina og losa okkur við sóunarstefnuna sem hefur eyðilagt svo margt fyrir okkur. Spillt okkur og svipt okkur heilbrigðri skynsemi.

Site Footer