FRÁBÆRT SKAUP OG JARÐHRÆRINGAR

Skaupið var gersamlega frábært.  Náði því að láta mig gráta úr hlátri og úr einhverskonar hamingju von.  Lokaatriðið snerti alla 77 strengina í sálu minni og ég átti erfitt með að halda aftur tárunum.

Ég verð að komast yfir þetta lag sem að Ágústa Eva syngur svona dásamlega.

Trúleysingjar fengu smá gusu, og það var bara hressandi.   Ég vældi amk úr hlátri þegar ritskoðaði helgi-söngurinn átti sér stað.

Ríkiskirkjuprestarnir fengu samt verri útreið.  Ógeðslega fyndið þegar krökkunum var forðað frá presti sem í sakleysi sínu gékk framhjá róluvelli.  Sýnir vel í hvaða ferlegu ógöngur þessi stétt er komin.  Þetta er alveg makalaust.  Hugsið ykkur  t.d ef að píparar hefðu þetta orð á sér.  Já eða veðurfræðingar.

Ég var amk ánægður með skaupið.  Það sendir inn hárréttan tón inn í nýja árið.  Nú heldur umbyltingin áfram og hún MUN skila betra Íslandi þótt það vekju upp súrt bragð í munni forréttindaliðsins.  Við erum ekki að upplifa byltingu (sem betur fer).  Við erum að upplifa jarðhræringar með gosum, skjálftum, nýjum lónum, splunkunýjum fjöllum og titrandi bollastellum innan í rykföllnum skápum.

Þetta er nefnilega allt að koma

Já og aftur já.

Þetta er allt að koma …………og trúið þessu bara …………..þótt að sumir haldi öðru fram.

Site Footer