Flokksdindlar í fréttum

Tveir flokksdindlar voru í fréttum á RUV í gær. Hvor í sinni fréttinni.

Guðmundur Bjarnason (B) framkvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs. Hann fékk stöðuna eftir að hafa verið ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn

Gísli Tryggvason (B) talsmaður neytenda. En sú staða var beinlínis búin til handa honum af Valgerði Sverrisdóttur.

Því miður er það þannig að í langflestar opinberar stöður er skipað pólitískt. Veðurstofustjóri er t.d alltaf skipaður eftir því hvernig vindarnir blása á Austurvelli. Með því að taka flokkskírteini fram yfir prófskírteini er alltaf tryggt að lélagt fólk raðist í lykilembætti.

-Þannig vilja líka stjórnvöld hafa þetta.

Site Footer