Fljúgandi spagettískrýmsliðÍmyndið ykkur lesendur góðir ef ég héldi fram að engill guðs hefði komið til mín og sagt mér að heimsendir væri í nánd. Að ég ætti að fá til mín eins marga fylgendur og ég gæti, stofna sambýli á Selfossi og bíða endalokanna. Þetta hljómar fáránlega en það eru hundruðir hópa til í veröldinni sem eru nákvæmlega svona fyrir utan staðsetningu. -Þá á ég við Selfoss.

Það er nefnilega svo auðvelt að koma með staðhæfingar í kringum ósýilegar verur. Árið 2005 stofnaði Bobby nokkur Henderson (sem var aðeins 24 ára gamall) trúarbrögð í nokkurskonar mótvægisaðgerð gegn ákvörðum skólayfirvalda sýslunar sem hann bjó í. Skólinn hafði nýverið opnað fyrir kennslu á vitrænni hönnun með þeim rökum að allar kenningar um upphaf lífs yrðu að fá pláss í kennslunni. Darwinskenningin væri jafn rétthá söguni um Nóa og syndaflóðið. Hann stofnaði því trúarbrögðin um flugandi spagettí skrýmslið og krafðist þess að fá jafn stóran hlut af kennlsutíma og Darwin og Nói. Hans trúarbrögð hefðu ýmsilegt að segja um upphaf lífsins eins og kumpánarnir Darwin og Nói.

Gríntrúarbrögð eru ekki ný af nálinni og er gjarnan stefnt til höfuðs hefðbundum trúarbrögðum. Oft þarf nefnilega svo lítið til að varpa spaugilegu ljósi á fullyrðingar trúarbragðanna. Kvikmyndin Life of Brian kristallar þetta gys á eftirminnlegan hátt. Væri ekki ótrúlega fyndið ef Jesús héti ekki Jesú heldur Brian? Brian hjálpaðu mér! Gæti fólk sagt þegar mikið liggur við. Ég trúi á guð, heilagan anda og Brian son hans eingetin. Endalaust er hægt að halda áfram með þetta gys. Jesús gæti vel verið íslenskur, Þráinn. Krakkar gætu sungið í sunnudagaskólanum um „Þráinn bróður besta“ með bros á vör og safnað Þráinnsmyndum…

Eins og ég sagði ofar í þessum texta eru til nokkur grín trúarbrögð. Þekktast þeirra fyrir utan trúarbrögðin um spagettí skrýmslið er trúin á Ósýnilega bleika einhyrninginn. Þessi guðlega vera er hvort í senn óslýnileg og bleik. Vísar þannig til þversagna í kringum hugmyndarinnar um guð.

Mjög fljótlega eftir að Brian Henderson stofnsetti trúarbrögðin um fljúgandi spagettí skrýmsilið jókst hróður trúarbragðanna. Fylgismenn skiptu orðið þúsundum og fljótlega varð ljóst að knýjandi þörf var að kennisetiningum. Brian settist þá niður og skrifaði guðspjall fljúgandi spagettí skrýmslisins. Brian segist ætla að nota gróðann af guðspjallinu til að smiða sjóræningjaskip og halda út á haf til þess að snúa heiðingjum frá villu síns vegar og í hinn elskandi faðm fljúgandi spagettí skrýmslisins. Selfyssingar og nærsveitamenn ættu því að hafa augun opin fyrir hauskúpufánanum við sjóndeildarhringinn í framtíðinni.

Site Footer