FLEIRI KELLINGAR

Ég er fæddur undir þeirri óhellastjörnu að hafa veiklleika fyrir kitch-i hverskonar. Ég safna frekar ósmekklegum eftirprentunum á stigagangalist ef svo má að orði komast. Ég á orðið gott safn og ætla að sýna það þegar ég flyt aftur til Íslands. Ég hef áður bloggað um þetta sérkennilega safn mitt en ekki er hægt að segja að vegsemd mín hafi aukist nokkuð við það.

-Nema síður sé

Hér í Gautaborg er urmull allskonar markaða og því miður hef ég vanið komur mínar á nokkra í leit minni að stigagangalist. Ég fann um daginn mjög merkilegar myndir af börnum með tár. Þessi týpa af myndum er óvenju fjölskrúðug þótt að ein mynd sé lang þekktust Ég fann sem sagt þessar hérna.

22
Þó að börnin með tárið séu smávegis áhugamál hjá mér er safnið mitt með öðrum áherslum. Ég safna nefnilega kellingamyndum. Myndum af þokkagyðum, oft sígaunskum með órætt blik í augum.
Það hljóp heldur en ekki betur á snærið hjá mér um daginn þegar vinkona mín benti mér á að kellinga-myndirnar væru til sölu á Blocket. Ég tékkaði og það var ekki um að villast. 5 kellingamyndir til sölu. Ég laumaðist út úr íbúðinni því Ingunn mín er ekki að meta þessa áráttu mina, og festi kaup á þessum 5 myndum. Seljandin var annar kellingamyndasafnari frá Bosníu. -Þrítug kona sem var að losa sig við safnið sitt.  Fyrsta skiptið sem ég sé annan stalker á kellingamyndir eins og ég.  Þessar keypti ég. Það góða við þessa áráttu er að þetta kostar ekkert mikið. Ég hef held ég aldrei borgað meira en 1500 ískr fyrir myndina. Takið eftir römmunum. Þeir eru svívirðilega smekklausir.

 

 

a
Flottasta myndin að mínu mati. Myndin er stór og kellingin er flott. Minnir aðeins á frú Taylor svona í kringum 1960

 

b
Þessi er ágæt. Stór og mikil. Sígaunakelling með tambórínu. Stuð í gangi

 

c
Þessi er svolítð spes. Var ekkert að tengja hana við konseptið fyrst en er ágætlega sáttur við hana núna.

 

d
Þessi er alveg eins og kærasta sem ég átti einu sinni.

 

e
Þessa keypti ég reyndar á markaði um daginn. Ekki í hópi með þessum 5 sem Bosníukonan átti.

 

f
Þessa mynd á ég risastóra á Íslandi. Gaman að því. Hvað toppar þokkagyðju í ballettkjól og með túberað hár – Ég bara spyr.

 

Er ég klikk? . . . ..

……You Betcha

Site Footer