Fiskabúrs-hátíð á morgun ! ! !

Nú er endaspretturinn á söfnuninni fyrir fiskabúrinu hafinn. Að því tilefni verður blásið til útihátíðar í Vesturbæjarlaug á laugardag frá kl. 14 – 16. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Eimreiðin hvetur alla að mæta, með eða án fjölskyldu, og njóta afbragðstónlistar í lauginni eða pottunum. Flutningur tónlistar fer fram á sundlaugarbakkanum þar sem gömlu útiklefarnir voru.

ÚTIHÁTÍÐ Í VESTURBÆJARLAUG LAUGARDAGINN 29. ÁGÚST FRÁ KL. 14 – 16.

Fjölmargir listamenn koma þar fram og boðið verður upp á nammi, ís og leiktæki fyrir börnin.

Dagskrá:
Ný Dönsk (Jón Ólafs og Daníel Ágúst)
Magga Stína
Ólöf Arnalds
Lay Low
Jazztríó – Jóel Pálsson ásamt Tómasi R. og Matthíasi Hemstock

Ávarp flytur fastagestur.

Glaðningur fyrir börnin frá Nóa Síríus og Emmess Ís og leiktæki á sundlaugartúninu.

3 comments On Fiskabúrs-hátíð á morgun ! ! !

Comments are closed.

Site Footer