FATTLAUS FJÁRMÁLARÁÐHERRA

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Steingrím fjármálaráðherra. Hann undrast stórum þvermóðskufullt málþóf Sjálfstæðismanna og hinna stjórnarandstöðuflokkanna.

„Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við.“

Svo mörg voru þau orð.

Steingrímur, eins ágætur og hann er og skýr undir glansandi skallanum, fattar ekki grundvallaratriði í þeirri stöðu sem Sjálftæðisflokkurinn er komin í. Steingrímur virðist líta á Sjálfstæðisflokkinn sem eitthvað átorítet, sem stjórnmálaflokk sem hefur einhverja vigt í þeirri óhjákvæmilegu endurskoðun á íslensku samfélagi.

En það hefur hann nefnilega ekki. Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er dauð. Hún varð undir skriðunni í hruninu. Eina haldreipi Sjálfstæðisflokksins er Icesave og andstaðan við það. Það er ekki grenjandi glæta að Sjálftæðisflokkurinn samþykki nokkurn skapaðan hlut varðandi Iceasve. Þeir munu svíka allt, ganga að baki orða sinna og standa í vegi fyrir öllu sem gæti leyst þann ömurðarhnút sem Kjartan Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins batt okkur í.

Skiljiði?

Með því að viðurkenna einhverja lausn á Icesave er Sjálftæðisflokkurinn um leið búin að missa haldreipið sitt, einu örðuna sem eftir er af stefnu í þessum flokki og hugmyndafræðin fer algerlega á flot.

Ímyndum okkur að Icesave sé leyst. Ímyndum okkur að uppbygging Íslands sé í raun og veru hafin. Hvaða stefnu ætlar Sjálftæðið að viðhafa? Fjálshyggju? Einkavæðngu ríkisfyrirtækja? Lækkun á skatti fyrir þá ríku? Nefskattur á alla landsmenn?

Ef að Sjálftæðisflokkurinn missir Icesave, missir hann um leið hugmyndafræðina bak við sig og verður bara samtíningur af einhverjum Biggum Ármans ráfandi um Alþingishúsið með svefnpokann sinn, leitandi að stað til að hita pulsur í ferðaprímusnum.

Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, ef að Icesave leysist. Framtíð Sjálfstæðisflokksins hvílir á því að illa takist upp með endurreisn Íslands.

Og trúiði mér…

Þeir munu gera allt til þess að skemma fyrir uppbygginguni

16 comments On FATTLAUS FJÁRMÁLARÁÐHERRA

 • Þú meinar Flatlús fjármálaráðherra?

 • Nokkuð slungin greining, en það tekur þjóðfélagið dálítin tíma að meðtaka þetta.
  Ég kaus sjallana oftast hér í den. Nú hef ég fyrirlitningu á svo gott sem öllum þar innanborðs.

 • Ég er sjálfstæðismaður og einn af þeim fjölmörgu Íslendingum, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn á undanförnum árum. Auðvitað skammast ég mín hrylliega fyrir mína menn á tímabilinu 2002-2008, en ég get ekki sagt það sama um önnur tímabil í sögu flokksins.

  Ég harðneita að hin klassíska stefna Sjálfstæðisflokksins sé gjaldþrota líkt og þú bendir á, frekar en stefna annarra hægri flokka erlendis er gjaldþrota. Stefna sósíaldemókrata varð ekki gjaldþrota við hrun kommúnismans, eða er það nokkuð?

  Vissulega settu einhverjir einstaklinga þetta land á hausinn og eftirlitið klikkaði gjörsamlega, en að segja að þar með sé kapítalisminn gjaldþrota er fullkomlega orðum aukið. Vissulega þarf að auka eftirlit með fjármála- og bankastofnunum og finna evrópska og alþjóðlega lausn á því vandamáli og setja nýja löggjöf um þetta málefni. Síðan þarf að draga þá sem settu okkur á hausinn og þá sem bera ábyrgð í kerfinu og í stjórnmálum til ábyrgðar, en að öðru leyti mun allt ganga sinn vanagang að 1-2 árum liðnum.

  Ert þú með einhvern annan valkost?

 • Á sama hátt verða Samfylking og VG um aldur og ævi stimpluð sem svikarar við íslensku þjóðina ef í ljós kemur að hægt er að ná hagstæðari niðurstöðu í Icesave en þeirri sem þessir flokkar hafa nú barist fyrir í hálft ár.

  Sama gamla sagan með dindla úr öllum flokkum; fyrst að hugsa um rassgatið á mér, og svo það sem kemur sér vel fyrir Íslendinga.
  Flokkar eru fífl.

 • Gamall vinnufélagi minn sagði mér eitt sinn (árið 2003 ef ég man rétt) að hann kysi alltaf Sjálfstæðisflokkinn!

  Ekki af því að hann héldi að þeir væru best til þess fallnir að leiða þjóðina.

  Heldur vegna þess að ef þeir lentu í stjórnarandstöðu þá myndu þeir gera allt til þess að eyðileggja og skemma fyrir.

  Ég hélt að hann væri að grínast.

  kv.
  Haukur

 • Ekki vanmeta heimsku kjósenda sjálfstæðisflokksins. Þeir munu setja x við D þótt allt sé hrunið sem hrunið getur. Þetta veit Steingrímur og hugsanlega sér hann bandamenn í sjálfstæðismönnum gegn ESB aðild. Steingrímur er nefnilega klækjarefur og hugsar þetta eins og skák sem hann ætlar að vinna.

 • Sjálfstæðismenn vita að það verður ekki komist hjá þessum Icesave skuldum. Þeir eru fyrst og fremst að stimpla inn í sögubækur framtíðarinnar að þeir hafi barist gegn þessum samningi. Sjálfstæðismenn eiga þessa skömm með húð og hári og það þarf enginn að segja mér að þeir hefðu náð betri samningi við Breta/Hollendinga, enda sömdu þeir á allt öðrum kjörum síðasta haust. Ætlar einhver að halda því fram að aðeins Baldur, Geir og Árni Matt hafi vitað um innihald samkomulagsins í nóv 2008? Þvílíkt rugl.

  Kv. Fyrrverandi sjalli

 • Já ég trúi þér fullkomleg.

  Icesave er ekki orrusta sjálfstæðismanna um hag Íslands heldur stríð þeirra til að viðhalda valdinu. Og það verður öllu til tjaldað.

 • Leysist ICESAVE?????????

  einn dúndrandi ruglaður!!!

  Það þarf að borga borga borga borga svo mikið að það verður AAALDDDREIIII hægt að borga þetta enda eiga Íslendingar ekki að borga eina krónu af þessari skuld.

 • Sjálfstæðisflokkurinn þarf að losa sig við þau 10-15% af snarklikkuðum frjálshyggjurugludöllum sem þar virðast fá að vaða uppi og stjórna öllu.
  Þetta lið þarf að stofna sér flokk, 10% prósent flokk hægri öfgamanna.
  VG þarf að losna við nokkra líka yfir í 5-10% flokk vinstri öfgamanna.
  Þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta þá er ekki einu sinni hægt að snerta þann flokk með töngum.
  Vinstra öfgaliðið hefur hinsvegar verið frekar meinlaust hingað til.

  Atli

 • Börkur hittir naglann á höfuðið.

  Sjálfstæðisflokkurin nmun hanga á Icesave eins og hundur á roði næstu 50 – 60 ár.

  Hann mun bríksla VG og Samfylkingu um svikráð gegn þjóðinni með þvi að skrifa undir og borga Icesave. (sem Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar heiðurinn af)

  Þessi svikabríksl verður bakbeinið í stefnu flokksins. Alið verður á tortryggni gagnvart útlöndum, einangrun mærð og höfðað til þjóðerniskenndar.

  Þetta er reyndar byrjað ef einhver hefur ekki tekið eftir þvi.

  Um þetta munu stjórmál framtíðarinnar snúast að miklu leyti ef að Sjálftæðisflokkurinn drepst ekki. þetta er eina haldreipið í þeirri viðleitni að halda haus gagnvart þjóðinni því stefnan var rétt eins og allir vita.

 • Teitur heldur að allir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn séu voðalega vont fólk. Teitur sér heiminn í svart/hvítu. Teitur er eiginlega bara kjáni meira að segja skemmtilegur kjáni.

 • Nei nei ágæti Nafnlaus. Ég held ekki að kjósendur Sjálfstæðisins séu vont fólk.

  Ég held að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu fólk sem nennir ekki að hugsa um stjórnmál.

  Hannes Giss kom með kollgátuna af Sjálfstæðismönnum. Nenna ekkert að hafa áhyggjur af landsmálunum og teysta bara "Davíð-inum" hverju sinni fyrir þessu.

  Ég þekki fullt af fólki sem kaus Sjálftstæðið. Ég held að meirihluti þeirra ætli ekki að gera það aftur.

 • Ágætis grein.

  Auðvitað reynir sjálfstæðisflokkurinn allt til að skemma fyrir !

  Auðvitað eiga kjósendur sjálfstæðisflokksins mikla sök á því ástandi sem hér er !

  Segja að það sé til svo gott fólk sem kaus sjálfstæðisflokkinn ?
  Hvað er að vera góður ?
  Er það að koma þjóð sinni í það ástand sem við erum hér í í dag ?
  Eða, ætlar einhver að segja mér að þeir séu bara svona vitlausir ?

 • Einmitt. Blasir við! Kjarni Flokksins er glæpaklíka Fylgjendur eru nytsamar smásálir.Kjósendur eru leiðitamir sakleysingjar, haldnir hugsanaleti.

 • Ég hef nú reyndar engar áhyggjur af því hvað Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að segja um VG og S í framtíðinni.

  Ég hef hins vegar áhyggjur af því að flokkarnir hafi komið málum þannig fyrir ,að hugsanleg besta lausn fyrir Íslendinga á Icesave málinu, gæti verið sjálfkrafa dæmd úr leik af því hún hentar ekki flokkspólitískum hagsmunum.

  Ég er þannig ekki viss um að eins og VG og S hafa barist fyrir þessum samningi, að þeim sé það sérstaklega hugleikið að betri lausn finnist.

Comments are closed.

Site Footer