Fúaspýtusósíalismi


Þegar Karli Dönitz var stungið í fangelsi í blálok seinni heimstyrjaldar gegndi hann embætti kanslara 3. ríkisins. Hann var s.s eftirmaður Hitlers. Honum og topp nasistum var safnað saman í Spandau fangelsið í miðborg Berlínar. Þetta var samansafn af morðhundum og þurrprumpulegum embættismönnum í bland. Þegar föngunum var skipað til klefa sína sá Dönitz að hann fékk klefa númer 7. Við það tryllitist Dönitz og krafðist þess að fá klefa númer 1! Hann væri nasisti númer eitt og hann sætti sig ekki við klefa númer 7.

Þessi saga er í sjálfu sér ekki merkileg en hún segir mikið um persónu Karls Dönitzar. Hann krafðist virðingar í tengslum við kanslaraembættið sitt. jafnvel þó að þriðjaríkið væri rústir einar og þjóðin sannarlega á vonarvöl.

Mér datt þessi saga um klefa númer 7 í tengslum við orð Borgarstjórans í Reykjavík um að Helgi Seljan hefði sýnt borgarstjóraembættinu óvirðingu með spurningum sínum í frægum Kastljósþætti nú á dögunum.

Staðreyndin er sú að það var EINMITT Ólafur F. Magnússon sem sýnt hefur borgarstjóraembættinu stæka óvirðingu. Hann plottaði sjálfan sig í embætti með svikum og ómerkilegheitum. Þessi krafa Ólafs um virðingu fyrir embættinu segja mikið til um persónu hans.
Maðurinn er einfaldlega ekki í tenglsum við borgarbúa, kröfur þeirra og óskir.

Nú verð ég að taka fram að ég er ekki að segja að Ólafur sé nasisti eða þvíumlíkt. Pólitík Ólafs F er afar óljós og full þörf á að fræðimenn reyni að koma hugmyndafræði Ólafs F í nokkrar setningar.

-Mín tillaga að nafni fyrir hugmyndafræði Ólafs F. er „Fúaspýtusósíalismi“.

-o-o-o-o-
ég læt fylgja með kjánalegustu ljósmynd sem ég hef séð af íslenskum embættismanni. Þessi ljósmynd kemur mér alltaf í gott skap. 🙂

1 comments On Fúaspýtusósíalismi

  • Ég er ekki sammála því að Ólafur F. hafi svikið neinn. Það væri þá frekar Margrét varamaðurinn hans, sem þykist hafa meira lýðræðislegt umboð en aðalmaðurinn. Auk þess held ég að enginn í borgarráði starfi af meiri heilindum en Ólafur. (Þó að ég sé reyndar ósammála þessari húsaverndunarstefnu hjá honum).

Comments are closed.

Site Footer