FARINN NIÐUR Á AUSTURVÖLL AÐ BERJA EINHVERN

Ég er meðlimur á ansi öflugum póstlísta. Við erum nokkrir úr vesturbænum sem skjótum á milli okkar því sem er í deiglunni hverju sinni. Þessi póstlisti hefur verið virkur í svona 24 mánuði eða þar um bil. Stundun hvessir og stundum vælum við úr hlátri. Allt eftir því sem er í gangi.

Þetta innlegg kom í dag og ég bara varð að birta það.

Bjarni Ben um Ásbjörn: Á ekki að hafa áhrif þótt hann hafi játað lögbrot. Hefur bætt fyrir það.
-þessi setning fer í sögubækurnar.Ég er hér með hættur að virða lög í þessu landi. Ef maður játar brot og ber fyrir sig vanþekkingu á þá hefur maður bætt fyrir það.

Fangelsi óþörf og ekkert vesen.

Ég er farinn niður á Austurvöll að berja einhvern.

H.

16 comments On FARINN NIÐUR Á AUSTURVÖLL AÐ BERJA EINHVERN

 • Já, það er greinilega þörf á því að fara að mæta aftur þarna niður eftir til að hreinsa almennilega til þarna á Alþingi. Þetta er algjör skandall!

  Lísa

 • NIður á Austurvöll eins og skot! Eða upp í Valhöll!!!!

 • Fæ þetta lánað

 • Nú er bara að fá einhvern sem hefur lent í svipuðu – að stela en fá ekki að skila – til að kæra á grundvelli mismununar! Við fáum örugglega ekki að kæra Ásbjörn vegna þess að við erum ekki málsaðilar. VAR EKKI LALLI JONES SETTUR INN FYRIR AÐ STELA KJÖTLÆRI SEM HANN FÉKK EKKI AÐ SKILA?????????

  Ragnar

 • Siðblinda RÁNFUGLSINS er algjör, þegar Sjálfstæðismenn brjóta "lög & reglur" þá er það í lagi í þeirra huga, þetta eru bara "TÆKNILEG mistök hjá þeim". Alveg óborganlegt lið í víðasta skilingin þess orðs. Óeðlilega siðblindir, það hálfa væri nóg.

 • Ragnar, mig minnir ég hafa heyrt sögu um konu sem stal nærbuxum í Hagkaupum og skilaði þeim aftur (ónotuðum NB) en fékk samt að dúsa inni eða sekt nema hvoru tveggja var.

  Snorri Emilsson

 • Flott fordæmi. Förum nú og "rænum" fjárglæframönnum. Ef það kemur upp eitthvað "lagavesen", þá bara skilum við þeim og það verða engar ákærur eða sektir.

 • Farðu á AA fund, Teitur.

  Gremja þín og reiði eru komin á hættulegt stig.

 • "Nafnlaus said…

  Farðu á AA fund, Teitur.

  Gremja þín og reiði eru komin á hættulegt stig."

  Tja, alltaf þegar maður er aðeins að róast þá sýna Sjálfstæðismenn enn nýjan flöt á kúkalabbahætti sýnum og æsa menn upp aftur.

  ekkinn

 • Gaman væri að sjá hvort að B. Ben myndi gúddera lögvillu sem afsökun á sama hátt ef hann væri dómari.

  Takk annars fyrir frábært blogg Teitur.

 • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Ásbjörn hafa gert mjög vel grein fyrir málinu. "Hann hefur játað á sig mistök og gert það sem hann getur til að bæta fyrir það sem var í ólagi. Þar með finnst mér að þetta eigi ekki að hafa áhrif á hans stöðu sem þingmanns eða vegna þeirra trúnaðarstarfa sem hann gegnir," segir Bjarni.
  Þetta segir í Fréttablaðinu. Hefur Bjarni sagt að hann vilji ekki að mál Ásbjörns fái eðlilega meðferð í réttarvörslukerfinu ? Nei. Hann telur einfaldlega að Ásbjörn hafi gert grein fyrir málinu og þurfi ekki að segja af sér. Bull og vitleysa að hann haldi því fram að það sé í lagi að brjóta lög.

 • Berðu Samfylkinguna fyrir aumingjaskap og svik við þjóðina. Ég samt panta að sparka í Össur.

 • Ég tók þátt í eldhúsáhaldabyltingunni. Ég var alveg ótrúlega reið yfir þessu ástandi og er enn – en ekki eins hrædd.
  En ágæta fólk – þið sem skrifið hér undir nafnleysi – þið eruð vönd að virðingu ykkar. Veit satt að segja ekki hvernig ykkur á eftir að vegna í baráttunni svo huglaus – að hella yfir annað fólk fúkyrðum – í skjóli nafnleyndar.
  Þið þurfið ekki að setja fram skoðanir undir nafnleynd á Íslandi.
  Maður kemst ekki lönd ne strönd ef maður rís ekki undir skoðunum sínum.
  Hvet ykkur til þess að breyta aðferðafræðinni.

  Alma Jenný Guðmundsdóttir

 • Nafnlaus said…

  Berðu Samfylkinguna fyrir aumingjaskap og svik við þjóðina. Ég samt panta að sparka í Össur.

  Jæja, sagðist Össur ekki vera rétti maður þjóðarinnar, sem myndi upplýsa almenning um hrunið
  (í sjónvarpsfréttum vetur 2008)
  er ICESAVE ekki hluti af því.

  Ég lýsi því hér með eftir upplýsingarfulltrúa þjóðarinnar
  "Össur" sem kann ekki að þegja yfir trúnaði. Hvar er hann nú

 • Össur veit ekki neitt.
  eins og alltaf.
  hann er þarna, bara til að hirða kaupið sitt.

  Heilagur sannleikur eins og hann kemst úr mínum munni

Comments are closed.

Site Footer