Falleg bygging.


Í sveitarfélaginu Partille (sem er þétt upp við Gautaborg) er ráðhús frá sjötta áratug síðustu aldar. Mörg hús frá þessum tíma eru svo ljót að mörg þeirra hafa verið rifinn eða það stendur til að rífa þau. Gott dæmi um þennan ógeðfelda byggingastíl er húsið við Austurvöll sem er milli Hótel Borgar og Ingólfsapóteks. Annað dæmi er gamla morgunblaðshöllin.

Þetta ráðhús er fallegt. Það virkar og það er mannlíf í krinum húsið. Ég tók nokkrar myndir af þessu fallega húsi þegar ég sótti um fæðingarorlof frá Svíþjóð. Ég var satt best að segja nokkuð impóneraður yfir þessu húsi. Innan í húsinu var greinilegt að arkítektinn réð hvaða húsgögn yrðu keypt og notðuð. Þetta er alveg að virka. Á íslandi er aldrei heildarmynd milli útlits húsa og innviða þeirra. maður gæti gengið inn í fallegt fúnkhus og séð innréttingar og húsgögn úr ómerkilegu plasti úr Rúmfatalegernum, Hurðarhúna frá BÝKÓ sem eru í engu samhengi við neitt annað osfr. En nóg af röfli. Hérna eru nokkrar myndir.
Site Footer