Facelift á sundhölliina

Mér bárust fréttir af því að eyðilegging er hafin á Sundhöll Reykavíkur, einhverju sérstæðasta mannvirki Reykjavíkur. Nú hefur verið byggt ógeðfelt afgreiðsluborð í e-m nútímastíl með burstuðu stáli og marmara og halógeni sem er í hróplegu ósamræmi við þessa merkilegu byggingu. Ég hvet alla þá sem þykir vænt um Sundhöllina að fara þess á leit að þetta ljóta afgreiðsluborð verði rifið og gamla borði tekið í notkun að nýju. Alltaf er sama stefið á ferðinni. Byggingar á Íslandi FÁ EKKI AÐ ELDAST!.

Ef að Reykjavík væri kelling þá liti hún svona út.

Þetta er hún Jocelyn Wildenstein sem er alltaf að reyna að vera hipp og kúl. Ung og sæt. Hún vill ekki eldast og þetta er útkoman.

Þetta er nákvæmlega það sama og er búið að gera með Vesturbæjarlaugina og er byrjað á með Sundhöll Reykjavíkur.

-Skrýpamynd.

Site Footer