EXTRA – EXTRA !!!! VÆNTANLEG FRÉTTASKÝRING Í MOGGANUM

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með umfjöllun Moggans síðustu daga um Evrópumálin. Á mánudaginn var forsíðufrétt um að Árni Þór Sigurðsson væri ósammála Ögmundi félaga sínum í VG um hversu hratt megi semja við ESB.  Á þriðjudaginn var flennifyrirsögnin „Aðildarglugginn lokast“ og í morgun var aftur á forsíðu stríðsfyrirsögn um Evrópumálin „Hægðu á aðildarferlinu“.

Þar sem látið er því liggja að ríkisstjórnin sé hafi ein og sér hægt á samningaferlinu og hefur þá væntanlega hætt óðagotinu og hraðferðinni sem einu sinni var aðaláhyggjuefni, en er það ekki lengur, og skv. þessu hefur Ísland þá Evrópusambandið í rassvasanum, og valdníðsla ESB er þá vætnalega heldur ekki lengur áhyggjuefni).
– – –
Ég spái því að á morgun og í síðasta lagi á föstudag birtist „fréttaskýring“, og frétt á forsíðu, þar sem fjallað verði af með yfirgripsmiklum hætti um ágreining í röðum VG vegna Evrópumálanna.  Þess verður sennilega krafist að Steingrímur Joð standi í lappirnar gagnvart Samfylkingunni og hætti að láta „kúga sig“. Þetta gangi ekki lengur, flokkurinn sé að klofna og þar fram eftir götunum.
Allar eiga þessar fréttir sameiginlegt að vera veruleiki Moggans, sem blaðið er óþreytandi að halda á lofti í því skyni að kljúfa VG, kljúfa ríkisstjórnina og koma íhaldinu aftur til valda. Frekar basic trix, raunar, en Mogginn trúir því og treystir að með því að endurtaka sömu lygina nógu oft þá fari fólk á endum að trúa henni. Annað markmið alls þessa er svo koma í veg fyrir málefnalega umræðu um Evrópumálin, um kosti og galla aðildar fyrir Ísland, enda stórhættulegt að fólk taki upplýsta ákvörðun á lýðræðislegan hátt.
Ég bíð spenntur eftir „fréttaskýringunni“ og spái því ennfremur að Agnes Bragadóttir mundi pennann í þessari fléttu og vitni í „ónafngreinda heimildamenn“.

Site Footer