GÍSLI MARTEINN OG BLÁA TUNNNAN – NR2

Þetta blogg birtist þann 23. janúar 2010.   Mér hefur alltaf þótt þetta blogg útskýra vel út á hvað FLokkurinn gengur.  Gísli Marteinn drap nefnilega einu sinn alveg prýðileg einkaframtak bara vegna þess að hann gat það og vegna  Parkinssonslögmálsins. Þetta lögmál sem kennt er við Parkinson gengur út á að allar stofnanir hafa knýjandi þörf á að stækka.

Hérna er greinin.

Ég reit fyrir nokkru litla greiningu á Sjálfstæðisflokknum. Hana er að finna hér. Þar er m.a sagt frá þversögninni sem alltaf kemur betur og betur fram í stefnu Sjálfstæðisflokksins. það er annarsvegar þar sem eintaklingunum er stillt upp á móti hinu tortímandi „kerfi“ og svo hinsvegar þar sem „kerfinu“ er stillt upp á móti einstaklingnum.

Þessi tvö sjónarmið eru svo notuð eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni. Prýðisdæmi um þetta er t.d að haldið er uppi vörn fyrir hið óréttláta kvótakerfi. En þar er hið eðlilega svar hægri stefnunnar hundsað (að ríkið eigi kvótann og leigi hann út hæstbjóðanda) og liðsinni veitt í óskiljanlegu og óréttlátu kerfi sem sett hefur landið á hausinn ten times over.

Svo er það dæmið um Bláu tunnuna hans Gísla Marteins. Það er eftirfarandi:

[Á]gætis dæmi um þetta er þegar Reykjavíkurborg (undir stjórn Sjálfstæðisflokksins) ákvað að bjóða upp á „bláu (rusla)tunnuna“ fyrir reykvísk heimili. Þar fór Reykjavíkurborg með öllu sínu apparati og innfrastrúktúr í beina samkeppni við fyrirtæki sem þegar bauð upp á „grænu tunnuna“ sem var svipað konsept. Ég var þá einmitt í áskrift að svona grænni tunnu og þegar bláa tunnan kom, var hún þúsundkalli ódýrari en græn tunna einkafyritækisins Gáms. Ég hringdi í Gám og spurði hvort þeir gætu jafnað verð Reykjavíkurborgar. Nei því miður var svarið. Við getum það ekki (reyndar hefur þetta greinilega breysts því græna tunnan er nú á 950 kr). Ég sagði því upp grænu tunnunni og fékk mér (Sjálfstæðis)bláa tunnu. Enda var hún mun ódýrari. Sem sagt. Þarna var Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja markaðinn fyrir einkafyrirtæki.

Gísli Marteinn, einn af skósveinum Hannesar Hólmsteins var heilinn á bakvið þetta inngrip í markaðinn og aðspurður hverju þetta sætti var svarið eitthvað á þessa leið:

„Við erum lögbundin því að veita Reykvíkingum ákveðna þjónustu og við verðum að fara eftir lögum. Þessvegna bjóðum við upp á þessa nýjung“.

Gísli faldi sig þarna bakvið einhver lög sem hann hefið alveg getað horft framhjá eða túlkað öðruvísi. Það sem gerðist þarna var míní útgáfa af stækkunaráráttu kerfisins sem Sjalfstæðisflokkurinn mælir sjálfur svo hart í mót.

það er gaman að geta þess að Sjónvarpsstjóri RÚV hefur alltaf notað sömu afsökun fyrir því að ríkissjónvarpið sé í samkeppni við Stöð2 og Skjá1 um kaup og sýningar á amerískri afþreyingarefni.

Sjálfstæðisflokkurinn er tæknilega ekki stjórnmálaflokkur. Hann er eitthvað annað. Það er enginn stefna sem heitið getur því orð og æði fara ekki saman þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annarsvegar. Muniði eftir slagorðinu um „báknið burt“. Eftir 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins þandist „báknið“ út með ókunnum þrótti og hefur aldrei verið stærra.

Ég hvet alla lesendur að sneiða hjá pótentánum Sjálfsstæðisflokksins og skrumslælingu þeirra á veruleikanum. Þeim gengur ekkert gott til og dæmin hafa sýnt og sannað að annarleg sjónarmið ráða för frekar en hagsmunir fjöldans.

Site Footer