Er að skrifa grein í blaðið.

Ég er að skrifa grein í e-ð blað sem vill birta hana. Greinin fjallar um sérkennilega stöðu sem Samfylkingin er í þessa stundina. Búin að slaufa Fagra Íslandi (amk lang mikilvægustu hlutum þessa ágæta plaggs) og undirbúningur er hafin á byggingu tvegga risaálvera. Þetta er ekki það sem talað var um fyrir kosningar. þá var kúrsinn reyndar í algerri mótstöðu við þann kúrs sem virðist núna vera settur.

Greinin á að fjalla um þetta. -Og líka um ritskoðunartilburði tvegga Samfylkingarráðherra.

Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á því að Samfylkinin ætli að fara í álversslaginn sem þurrkaði upp fylgi Framsóknarflokksins. Ég bara trúi því ekki. -Þó virðist það vera raunin.

Ég hvet lesendur til að lesa upplýsingar um Fagra Ísland á vefsíðu Samfylkingarinnar. Hérna. það er deginum ljósara að ef Samfylkinin fer í e-n stóriðjuham þá er þessi flotta sýn um Fagra Ísland í uppnámi. Einnig bendi ég á frábæra bloggfærslu Möggu-best um málið.

Ég veit að það er almenn óánægja með þennan stóriðjuham Samfylkingarinnar meðal flokksmanna. Ég hef hringt ófá símtölin síðustu klukkutíma og allir viðmælendur mínir eiga ekki til orð. Ég ætla ekkert að spá neinu, ég ætla aðfullyrða, að verulegar breytingar á Samfylkingunni eru í deiglunni vegna þessa máls.

Site Footer