MISSKILNINGUR

 Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri.

þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Ég er sannfærður um að ákveðin hópur stjórnlagaþingsfulltrúa trúi því í alvörunni að stjórnarskráin sem slík, sé einhverskonar manefestó fyrir Íslendinginn, einskonar merkimiði um hvað gerir okkur að þjóð, fyrirsögn eða auglýsingabæklingur fyrir Íslendinga. Eitthvað „svona erum við“-dæmi

Þetta er auðvitað misskilningur.

Tilangur stjórnarskráa er ekki að vera manifestó, heldur eiga stjórarskrár að kveða á um uppbyggingu stjórnkerfisins og réttindi einstaklinganna sem falla undir valdsvið téðs stjórnkerfis. Þessvegna er fáránlegt að tekið sé fram í stjórnarskrá að eitt trúfélag sé öðru fremra og skuli njóta sérstakrar verndar umfram önnur trúfélög í landinu. Þessvegna er fárárnlegt að í stjórnarskrá sé kveðið á um að „Íslendingar séu kristin þjóð“

Þjóðir eru aldrei kristnar, islamskar eða trúlausar. –Einstaklingar eru kristnir, islamskir eða trúlausir.

Site Footer