Endurvinnsla sorps í Svíþjóð

Svíar standa framarlega í endurvinnslu sorps. Það eru litlar endurvinnslustöðvar vítt og breitt hér í Gautaborg. Ekki þarf að ganga langt til þess að komast í slíka stöð
hvar sem maður er búsettur í borginni.

Þetta er afar þægilegt fyrirkomulag sem Reykvíkingar ættu að taka til fyrirmyndar. Stöðvarnar eru snyrtilegar og falla vel að íbúahverunum. Aðgengi gott og stöðvarnar mikið notaðar af íbúum Gautaborgar. Ég hef tekið eftir þvi að eftir að ég byrjaði að endurvinna er ruslatunna okkar hjóna alltaf hálf-tóm. Sem sparar okkur fé.

Furðu vekur hvað plast er fyrirferðamikið í sorpmálum okkar hjóna. Brúsar og umbúðir af mætvælum taka alveg ferlega mikið pláss. Pappír líka. Hann þjappast betur og er því auðveldur í geymslu og þvíumlíkt. Töluvert af járni rennur í gegnum heimilið okkar. Tappar, dósir, leikföng ofl. Fult af járni. Hérna eru myndir af sorpstöðinni sem ég fer í og myndir af upplýsingaspjöldum sem leiðbeina um
það hvað má fara í kistuna og hvað ekki.

Site Footer