EKKI TIL Á ÍSLANDI

Undanfarin ár eða áratug hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi mat og neytendur vel með á nótunum þegar kemur að sykurinnihaldi og annarri óhollustu sem blandað er út í mat.  Skyr, jógúrt og allskonar mjólkurdrykkir eru sérstaklega varhugaverðir í þessu samhengi.

Samhliða þessari vakningu hefur átt sér stað önnur sem snýr að velferð dýranna sem framleiða matinn sem við neytum. Sumir neytendur eru alveg tilbúnir að borga meira fyrir mat sem framleiddur er með velferð dýra að leiðarljósi.

Egg úr frjálsum hænum eru ágætis dæmi um þetta.

Ég kaupi aldrei egg sem koma frá búrhænum enda væri ég með því móti að stuðla að og styðja búskap sem mér líkar allskostar ekki vel við.

Af þessu leiðir að ég lendi í vandræðum þegar ég kaupi sósur hverskonar því þær eru allar (eftir því sem ég best veit) búnar til úr eggjum frá búrhænum.  Þetta á við um pítusósu, kokteilsósu, hamborgarasósu, remúlaði og majónes.

Það væri gaman ef einhver sósuframleiðandi tæki sig til og útbyggi sósur sem framleiddar væru úr eggjum frá frjálsum hænum.  Ég er þess fullviss að margir myndu kaupa slíkar sósur og vera tilbúin til að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vöru.

Þar sem ég bjó í Noregi og Svíþjóð var mikið úrval svona sósa þannig að ég sé ekki í fljótu bragði að svona framleiðsa sé mikið vesen.  Þar eru bjóða mjólkurframleiðendur upp á ekólogískar vörur samhliða þeim verksmiðjuframleiddu.

Það er til fyrirmyndar og vonandi til eftirbreytni fyrir risann á íslenska markaðinum.

 

Site Footer