EKKI SJENS Í HELVÍTI

Ég er þess fullviss að eitt að því mikilvægasta sem vantar fyrir Ísland núna er samstaða.  Einhver tilfinning sem segir okkur öllum að næstu 3 -4 ár verði erfið.  Nú verðum við öll að setja undir okkur hausinn og vaða yfir þetta, jafnvel þótt það kosti blóð svita og tár.

-Þetta er nauðsynlegt.

Samstaða er ÚTILOKUÐ á meðan óréttur grasserar.  Ég sé enga ástæðu til að sýna samstöðu með fólki sem fær afskrifaða miljóna tugi eða meira bara vegna vina-tengsla eða þvíumlíkt.

Samstaða í svoleiðis ástandi er óhugsandi.

Samstaða er óhugsandi þar sem mótmælendur eru dæmd fyrst vegna hrunsins, og allir aðrir sleppa.

Hvar er t.d Finnur Ingólfsson?  Hversvegna er ekki búið að handtaka hann?  Hvar er Hannes Smárason? Hvar eru peðin hans Jóns Ásgeirs?  Hvar er Sigurjón digrí?….Hvar er hexið hún Valgerður Sverrisdóttir? Sú sem viðurkenndi hreint og beint að bankasalan hafi verið skipulagt glæpafúsk.  Hvar er Davíð Oddson, höfundur hrunsins? Hvervegna er í andskotanum er ekki búði að kæra hann fyrir landráð eða þvíumlíkt?  Og Sjálfstæðisflokkurinn?  Er ekki mál að banna þann óskapnað, eins og Þjóðverjar gerðu við SS-samtökin illræmdu.

Það þarf að skipa sérstakan dómstól til þess að ná í þetta lið.  Það má vera svona sáttadómstóll eins og hjá S-Afríku eða hvað sem er.

Meðan hrunsliðið leikur lausum hala, og almenningi blæðir, er ekki sjens í helvíti að fá einhverja sátt í samfélagið.

Og meðan Alþingismenn skilja þetta ekki, mun EKKERT gerast nema að reiði almennings mun dýpka og súrna.

Ef Alþingismenn ætla að lesa bara eitt í dag, þá hvet ég þá til að lesa þetta hérna:

-Forsenda fyrir samstöðu er réttlæti.

Site Footer