…Ekki á Íslandi

Fréttir þess efnis að finnskur lögreglumaður verði kærður fyrir vanrækslu í starfi eru eðlilegar. Hann yfirheyrði brjálæðing sem sett hafði myndbönd á YouTube þar sem hann skaut eins og brjálæðingur á dósir og annað lauslegt. Brjálæðingurinn var yfirheyrður en sleppt og fékk að halda byssunni. Daginn eftir drap hann 9 manns og sjálfan sig í leiðinni.

Þetta myndi ekki geta gerst á Íslandi. Lögreglumaðurinn væri umvafinn samúð og „skilningi“ og aðalatriði málsins gleymdust.

-Hann klikkaði.

Opinberir starfsmenn, þingmenn og ráðherrar komast upp með allt á Íslandi. -þar með talið mannát.

Site Footer