EINSDÆMI

Þó að fólki dettur ekki í hug „tímamót“ eða „vatnaskil“ þegar minnst er á þingkonuna Vigdísi Haukdsdóttur hefur hún samt brotið blað i þingsögunni. Að mér vitandi hefur þingmaður aldrei áður ráðist með dylgjum og óhróðri á borgarana.

Ég hef nú hrakið allar ávirðingar þingmannsins sem hún dreifir út um allar koppagrundir.  Það væri óskandi að fjölmiðlar tækju af mér ómakið i framtíðinni því hlutverk fjökmiðla er auðvitað að rýna, skoða og gagnrýna ALLT.

Af hvejru taka fjölmiðar t.d ekki upp mál Vigdísar Hauksdóttur?  Eða fjalli um afleiðingar ofsókna hennar.  Ég hef fengið bréf frá móður eins hins ofsótta og það var hryggilegt að lesa það.

Ég er alveg sannfærður að samfélagsorðræðan er komin út fyrir allan þjófabálk.  Stór hluti orðræðunnar eru bara blammeringar sem eiga sér rætur í ímynduðum veruleika.  Nú ætla ég ekkert að undanskilja sjálfan mig frá þessu, og „er að reyna að hætta“.

„Less is more“, sagði einn við mig.  Það eru orð að sönnu.

Óhróðurinn sem þingkonan Vigdís Haukdsóttir er að dreifa um borgaranna er einsdæmi skammar fyrir hana, alþingi, Framsóknarflokkinn og kjósendur hennar.

-o-o-o-o-

Þess má geta að viðbrögð Vigdísar við þessari umfjöllun minni voru þessi:

Engu er svarað efnislega heldur dylgjað um mig.  Þetta sem Vigdís vísar í er bréf sem ég sendi til allra þingmanna þar sem ég fór fram á fjárstyrk (1000 krónur) vegna könnunnar sem
ég keypti frá Capacent.  Þess má geta að ég sendi líka sama bréf til allra borgarfulltrúa Reykjavíkur.  Nokkrum dögum seinna náði ég inn tiltekinni upphæð og hætti söfnuninni og þakkaði þúsund sinnum fyrir mig.

Þegar Vigdís segir þetta bréf mitt vera bón um „fjárstyrk til að halda úti blogginu sínu“ er auðvitað um að ræða skólabókardæmi um dylgjur.

það er skammarlegt að borgararnir þurfi að verja sig gagnvart þingmönnum þjóðarinnar á opinberum vetvangi.  En það er akkúrat það sem ég er að gera núna.

Site Footer