EINS OG BÍLL MEÐ TVÖ STÝRI

Í gær velti ég fyrir mér hinni nýja stjórnkerfismódeli sem Ólafur Ragnar Grímsson er að boða.  Eða festa í sess eftir því hvernig maður lítur á stöðuna.  Það gengur út á að forseti verði virkari á málskotsréttinum og snúi óvinsælum lagafrumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég tel þetta feigðarflan og hef rökstutt það með nokkrum dæmum.

Ég tel þetta í fyrsta lagi vera aðför að þingræðinu.  Við kjósum þing og hlutverk þess er í raun að koma í veg fyrir endlausar þjóðaratkvæðagreiðslur. Tvöfalt kerfi mun gera stjórnkerfið helmingi flóknara og alla umræðu helmingi svæsnari.  Svo ekki sé talað um hversu kjánalegt það er að hafa tvö apparöt sem hvort í sínu lagi ástundar stjórnsýslu eftir sínu höfði.

Mér dettur í hug bifreið með tveimur stýrum í þessu samhengi.

Ólafur Ragnar hefur t.d á síðustu árum ástundað sína eigin utanríkisstefnu sem er á skjön við þá sem þingið heldur í frammi.  Þetta er ótæk og óþekkt staða, alveg sama við hvað maður miðar.  Þetta tvöfalda kerfi afsakað með í 26. grein stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:

Þarna er „neyðarhemillinn“.  Vissulega pólitískur (ekki flokkspólitískur) og sannarlega áhrifaríkur. Þetta er notað sem hækja til þess að koma á tvöföldu lagasetningarkerfi.  Ég er alveg viss um að hugmyndir Ólafs Ragnars og þeirra sem sömdu stjórnarskrána fara ekki saman í þessum efnum.  Túlkun Ólafs og aðgerðir eru ekki í anda þessarar greinar.

Ég hef sagt nokkrum sinnum í þessum yfirferðum mínum um framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, að ég hef á tilfiningunni að hann hafi gleymt einhverju einhversstaðar á leiðinni.  Það er einhver misskilingur í gangi við þessa túlkun hjá honum.  Þetta „meikar engan sens“ og þetta var alveg örugglega ekki hugsað svona árið 1944 þegar stjórnarskráin tók gildi.  Tvöfalt ákvarðanatökukerfi var ekki leiðarljósið þegar málskotsrétturinn var settur inn.

Með sömu rökum og að upphefja málskotréttinn yfir í einhvern brennipunkt íslenskra stjórnmála, mætti alveg eins gera 25. grein að samskonar mótunarafli.  Svona hljómar hún:

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og höfundur bókarinnar um Ólaf Ragnar, skrifaði nokkur innlegg við bloggið mitt í gær og tók þátt í nokkuð fjörugri umræðu.  Guðjón er mætur maður og skýr.  Hann mætti að sönnu skipta sér meira af. Það var eitt sem hann sagði í gær sem sannfærði mig um að það er einhver undirliggjandi misskilingur í gangi í túlkun á málskotsréttinum og því tvöfalda kerfi sem Ólafur Ragnar segist ætla að festa í sessi.  Guðjón sagði nefnilega:

Eins mætur og Guðjón er þá er þetta einfaldlega rangt hjá honum. „Checks and balances“ hugsunin gengur út á þrískiptingu valdsins, en ekki tvöfalt löggjafarvald. Í fyrsta lagi er orðið „eftirlit
ekki heppilegt í þessu samhengi. Þrískiptingin er hugsuð til þess að gera eftirlit óþarft með því að hafa þessa valdastólpa eins sjálfstæða og unnt er.  En best að notast við þetta orð fyrst Guðjón gerir það.

Eftirlitskerfið er fólgið í þrískiptingunni, ekki í tvískiptingu eins þriðjungsins.  Ég sé fyrir mér að eftirlitið ætti að vera í höndum stjórnarandstöðu og fjölmiðla en fjölmiðlarnir hafa oft verið kallaðir „fjórða valdið„.  Því miður hafa mál þróast þannig með stjórnarandstöður að þær eru sjaldnast málefnlalegar og mótmæla öllu – jafnvel því góða – sem kemur frá meirihlutanum.  Þarna hefur okkur borið af leið.  Skömmin liggur fyrst og fremst hjá vinstri mönnum og því miður hefur hægrið apað eftir ósiðinn.  Fjölmiðlar hafa því miður verið slappir, annað hvort vegna þess að þeir þora ekki, eða þeir undir hælnum á einhverjum hagsmunaaðilum. DV er undantekningin í þessu samhengi.

En ekki misskilja mig.  Ég vil hafa neyðarhemilinn.  En hann ætti bara að nota í neyðartilvikum.  Ekki um mál sem eru vinsæl eða óvinsæl hverju sinni.  Og neyðarhemillinn má aldrei verða að skrum-tæki.  Þegar maður vill stoppa á einhverri lestarstöð á maður að bíða uns lestin nemur staðar en ekki rífa í neyðarhemilinn.  Ég vona að fólk skilji líkinguna.

Mig setur hjóðan og ég fæ svimaköst þegar ég hugleiði pælingar Ólafs Ragnars að setja þingið af og skipta utanþingstjórn á viðkvæmu augnabliki í Íslandssögunni.  Var hann að tala í alvöru?  Hvaða hugmyndir hefur Ólafur eiginlega um sjalfan sig og hlutverk sitt?  Það væri gott að fá það á hreint áður en lengra er haldið.  Sér fólk ekki meinið sem þarna er á ferðinni?

Ég skil ekki þetta nýja stjórnkerfismódel Ólafs Ragnars.  Ég skil hinsvegar að Ólafur hefur verið alltof lengi í þessu embætti og er seninlega farin að líta á sjálfan sig sem ómissandi.  það er órækt dæmi um að maður ætti að stíga til hliðar.

.

Site Footer