Eimreiðin

Árið 2005 fór ég í bissness. Komandi úr fjölmiðlum frá vinnumarkaðinum þá blundaði alltaf í mér smá draumur að stofna lítið blað. Þessi draumur rættist þetta ár og ég stofnaði Eimreiðina á haustdögum árið 2005. Þetta var fríblað sem dreift var í alla framhaldsskóla landsins. Það er svo skemmtilegt að annað áþekkt blað hóf einnig göngu sína á saman tíma en það var Verðandi. Svipuð efnistök og sami markhópur. Reksturinn gékk bara vel en vinnan við útgáfuna var afar slítandi. Ég var nefnilega allt í öllu. Þegar mér svo bauðst vinna hjá stóru tölvufyrirtæki þá þaði ég það, þó með hálfgerðum trega.

Eimreiðin lifir nú á þessu prívatbloggi minu. Verðandi er í fríi en aðalsprautan þar er félagi minn Guðmundur Rúnar Svansson. Við áttum í góðri og heiðarlegri samkeppni sem ég held að hafi styrkt bæði blöðin. Árið 2006 leit svo dagsins ljós Mónitor sem er líka framhaldskólablað en það er líka í fríi. Það mætti segja að ég hafi hætt á toppnum. Aldrei var tap á útgáfunni og ég held að lesendur hafi verið ánægðir með Eimreiðina. Líka auglýsendur.

Mér skilst að þessi lestarferð mín með Eimreiðina hafi veirð þriðja skiptið sem tímarit undir þessu nafni hafi lagt af stað. Fyrsta Eimreiðin var gefin út í uppnhafi aldarinnar, síðar gáf Eimreiðarhópurinn út sína Eimreið og svo ég. Ekki er laust við að það hlakki pínulítið í mér að 2.Eimreiðin hafi verið málgagn frjálshyggjufursta úr Sjálfstæðisflokknum sem settu landið að á hausinn. Trauðla er hægt að segja að Eimreiðin mín sé sammála frjálshyggjubófunum.

Annars lenti ég í leiðindum þegar ég fékk vörumerkið skráð. Einhver frjálshyggjufursti og leiðindargaur úr Eimreiðarhópnum reyndi að hindra það með öllum ráðum tiltækum en tókst sem betur fer ekki. Hafði í hótunum við mig en ég nennti ekki að svara honum. Það er oft besta leiðin til að díla við leiðinlegt fólk.

Mér finnst Eimreiðin vera flott nafn og bera með sér andrými bjartsýni, framfara og tæknibyltingar. Ég er nokkuð viss um að ég gefi Eimreiðina aftur út í einhverju formi þegar ég kem heim til Íslands eftir útlegðina hér í Svíþjóð.

Annars held ég að nafnið Eimreiðin sé orðið hálf toxískt eftir Daviðshrunið. Svona eins og einhverjum Þjóðverja dytti í hug að gefa út Der Angriff en það blað var áróðurspési harðkjarna nasista. Fullyrt er að annar eins texti hafi aldrei veirð settur saman á þýskri tungu.

1 comments On Eimreiðin

Comments are closed.

Site Footer