ÉG ÆTLA EKKI AÐ BREYTAST Í BJÖRN

Undanfarna 2 daga hef ég verið að skoða styrk sem morgunblaðsritstjórnarnir fyrrverandi, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson fengu frá Alþingi. Styrkinn fengu þeir fyrir hönd vefritsins „Evrópuvaktin“ Ég fór með rangt mál framan af því ég stóð í þeirri trú að styrkurinn hefði nemið 7 miljónum. Ég leitaði að upplýsingum um upphæði styrkjanna þriggja en fékk engar niðurstöður. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður rekur sig á leyndarhyggju opinberra stofnana eins og Alþingis.

Ég sé ekki ástæðuna fyrir þessu pukri. 27 miljónum var veitt úr sameiginlegum sjóðum Íslendinga til þriggja aðila og ég sé ekkert að því að upphæðin sem hver og einn fékk, sé opinber. Þessi tala sem ég notaði var röng.

Evrópuvakt þeirra Styrmis og Björns fékk 4.5 miljónir. Ég bið Björn og Styrmi velvirðingar þá þessu sem og þá sem lásu þetta blogg mitt. Ég leiðrétti þetta um leið og ég fékk réttar upplýsingar.Þessi villa breytir þó í engu gagnrýni mini á þessari ritsmíð Björns sem kostuð var af íslenskum skattborgurum. Ég skil ekki „formatið“ á þessari ritsmíð. Maður fer í 30 dag ferðalag í gin úlfsins og talar við (að eigin sögn) 40 manns. Aðeins einn er nafngreindur ritsmíðinni en til hinna er vísað sem „þingmaður sem ég ræddi við“ eða „skoskir þjóðernissinnar“ eða „viðmælandi minn“…Ég vona að lesendur átti sig á undrum minni og tortryggni.

Svo skil ég ekkert í Birni að skila af sér svona löguðu. Það er ekki eins og Björn kunni ekki til verka þegar kemur að opinberri umræðu. Maðurinn skrifar heilu bækurnar á nokkrum mánuðum. Var blaðamaður á Mogganum frá 1979 til 1991. Þar af aðstoðarritstjóri frá1985 til 1991. Styrmir Gunnarsson, vinur hans og félagi í Evrópuvaktinni var ritstjóri á Mogganum í 36 ár. Sá hefði átt að sjá annmarkana á ritsmið Björns en allt kom fyrir ekki.Ég skil ekki í Alþingi að veita styrk fyrir ritsmíð sem byggir á viðtölum við huldufólk.

Ég bara skil það ekki. Ég skil ekki í öllum þessum rektorum sem voru í dómnefndinni að samþykkja þessi vinnubrögð. Ég hef fengið bréf frá foxillu fólki úr akademíunni sem á ekki orð yfir þessum hroða.Ég hafði samband við félaga minn sem býr í Þýskalandi og spurði hann út í eina nafngreinda manninn í ritsmíð Björns. Hans-Olav Henkel. Félagi minn brást vel við og sagi mér upp og ofan af Henkel. Hann var til skamms tíma vinsæll í pólitískum umræðuþáttum en þeim tilvikum fer víst fækkandi vegna þess að Henkel hefur færst full mikið yfir á hægrivænginn. Svo mjög að nafn hans er oft nefnt í samhengi við stofnun stjórnmálaflokks yst á hægrinu. Áþekkum FPÖ í Austurríki, National Front í Frakklandi, Dansk Folkeparti og Sverigedemokratarna svo nokkur dæmi séu nefnd. En félagi minn hélt áfram og kom þá vel á vondann…„Annars finnst mér þessi umræða / umræðuhefð heima á Íslandi alveg skelfileg – að í stað þess að ræða málin á yfirvegaðan hátt – skoða kosti og galla fyrir land og þjóð – skuli menn ná að dreifa allri raunverulegri umræðu á dreif með einhverjum fáránlegum dylgjum og fullyrðingum um að menn séu falir fyrir 30 silfurpeninga eins og Júdas á sínum tíma.“ 

Það var við þessi orð sem ég sá og skildi að þessi tilraun mín til að varpa ljósi á vinnubrögð Björns Bjarnasonar og fáránleika þess að styrkja þessa furðu-ritsmið hans, var einungis að þjóða markmiðum hans. Sagan um púkan á fjósbitanum kemur upp í hugann.Í stað þess að umræðan snúist um „hver er ávinningurinn að mögulegri aðild“ eða „hverjir eru annmarkarnir á mögulegri aðild“ hefur fólk eins og Björn Bjarnason látið umræðuna snúast um hvort einhver þáttastjórnandi „hafi bitið á ESB -agnið„. Björn Bjarnason er í mínum huga ofur-internettröll.

Einhver sem kemur að stað illindum og hallar sér síðan afturábak og teygir sig í brosandi í ostafatið. Á meðan er amk ekki talað um það sem skiptir máli. Illindin réttlæta um leið geysi-lélega aðsókn á Evrópuvaktina en um leið veltir maður fyrir sér hvort Evrópuvaktin sé ekki akkúrat hugsuð sem illinda-plattform af þessum toga. Ágætisdæmi um þetta voru t.d orð Björns Bjarnasonar um Þóru Arnórsdóttur og mögulegt forsetaframboð hennar. Björn sagði: „Þóra Arnórsdóttir er vinstrisinnuð kona, ýmsir hafa spáð henni formennsku í Samfylkingunni“. Takið eftir þessu „ýmsir hafa spáð henni formennsku í Samfylkingunni“. Hverjir skyldu þessir „ýmsir“ vera?… Jú. Styrmir Gunnarsson er „ýmsir„. Félagi Björns á Evrópuvaktinni í grein sem birtist 23. febrúar. Fréttablaðið gerði þessari fléttu skil fyrir nokkrum dögum.

Er það furða að maður tortryggir ritsmíð frá Birni Bjarnasyni sem byggir að langstærstum hluta á viðtölum við „ýmsa menn„. Hafandi sagt þetta minni ég á að eitt bloggið (sem Alþingi borgaði fyrir) eru hugleiðingar um leiðara Morgunblaðsins þann 27. október 2011.-Hver skyldi nú hafa skrifað hann?Þó að það hafi verið nauðsynlegt að benda á annmarkana á þessari ritsmið Björns sem fékk 4.5 miljóna styrk frá Alþingi, skammast ég mín að hafa látið súper-internettröllið Björn Bjarnason plata mig út í karpið sem á eftir fylgdi. Ég ætla ekki að breytast í björn og gera mig sem breiðastan og orga eins og þeim skepnum er tamt. Ég ætla að bæta um betur og byrja að blogga um hvernig það er að búa í landi sem er meðlimur í Efnahagssambandi Evrópu. -Fyrsta bloggið mitt mun fjalla um ost.

Site Footer