HANNESI SVARAÐ

Ég skrifaði gær hugleiðingu um þversögnina sem felst í því að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu en berjast á móti þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu.  Gamlir stjórnmálamenn á borð við , Björn Bjarnason, Styrmi Gunnarsson, Davíð Oddson, Einar K. Guðfinnson, Guðna Ágústsson, Sturla Böðvarsson og Halldór Blöndal hafa bundist tryggðarböndum og gera allt til þess að tryggja að þjóðin fái ekki að skera úr um þetta mál.  Þetta þykir mér furðulegt og bætti við að ferill þessara stórmenna væri ekkert sérstaklega glæsilegur og enginn óbrjálaður myndi þiggja heilræði frá þessum glæstu fulltrúum fortíðarinnar. Þetta vakti ekki lukku hjá prófessornum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni.

Hann kom fram í athugasemdakerfinu mínu með þetta innlegg.

Þetta innlegg Hannesar er dæmigert fyrir hann. Hannes hefur nefnilega áður tjáð sig í athugasemdakerfinu hjá mér og alltaf á sömu nótum.  Hann svarar aldrei efnislega heldur hamrar á því að ég sé óskrifandi og kunni ekki stafsetningu.

18. september 2010.
Þarna kallar hann mig reyndar Atla.  Enn hamrar Hannes á að ég sé óskrifandi og kunni ekki stafsetningu.  En þetta er ekki búið.  3 dögum síðar birtist Hannes í aðeins verra skapi.

21. september 2010.
Það sem er skemmtilegt við þetta er að þarna vitnar Hannes í Þórberg Þórðarson alveg eins og í athugasemdinni frá því í gær.  Hannes segir mér ennfremur að gerast sjálfboðaliði og fara til Afríku.  Enn er hamrar Hannes á að ég kunni ekki stafsetningu.   -Búið?  Nei.  Aldeilis ekki.

27 apríl 2011:

Þetta var innlegg Hannesar í athugasemdakerfinu við þetta blogg.   Hannes geystist fram vegna þess að ég misritaði föðurnafn Sigurðar Kára. Sagði hann Kristinsson.  Enn og aftur mál og -stafsetningarvillur.

það sem er eftirtektarvert við þessi innlegg Hannesar, að þau fjalla aldrei um það sem ég skrifa um, heldur mig persónulega.  Í þessu tilfelli skort á máltilfinningu og hversu lélegur ég er í stafsetningu.  Þarna er Hannes greinilega að feta í ákveðna orðræðuhefð sem gengur út að svara engu efnislega, en klína einhverjum stimplum á fólk.

Björn Bjarnason er Íslandsmeistari í þessari aðferð.

Mér er nú alveg sama um hvort Hannesi finnst mig skorta máltilfinningu eða sé lélegur í að stafsetja.  Hitt þykir mér verra að þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðum síðustu 20 ára skuli vera á þessu plani. Þetta er líka pínlegt fyrir alla akademíuna þegar einn af þeim lætur svona. Einhver sagði við mig að Hannes Hólmsteinn væri það sama fyrir háskólasamfélagið og Vigdís Hauksdóttir væri fyrir Alþingi.  Mér þykir þetta hárrétt greining.

Reyndar fór það svo að einn athugasemdar-setjara bað Hannes um að horfa framhjá máltilfinningarskorti mínum og svara hugleiðingum mínum efnislega.  Þá gerðist það sem aldrei hefur gerst að stjórnmálafræðiprófessorinn svaraði eins og maður.  Hérna má sjá svarið:

Hérna eru rökin:
1) Enginn ESB samningur er í boði.   

2) Engar undanþágur frá ESB.           

3) 280 miljónir í áróður.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð Hannes Hólmstein Gissurarson (prófessor í stjórnmálafræði) skipta sér efnislega að umræðunni um þetta stóra mál.

Hvað varðar fyrsta atriðið sem Hannes nefnir, að enginn samningur sé í boði, langar mig þá að spyrja um hvað er eiginlega verið að semja?  Eru samningamennirnir í lúdó hvorir við annan?  Getur verið að Hannes hafi misskilið eitthvað grundvallaratriði mjög snemma í umræðunni?

Hvað annað atriðið varðar um að engar undanþágur séu veittar frá ESB má benda prófessornum á þennan bálk. Þetta er allt þarna.  Stórmerkilegt plagg sem ég hvet alla til að lesa og þarna er meir að segja svar við spurningunni hvort veittar séu undanþágur. Það sem er stórkostlegt við þetta plagg, er að sjálfur Björn Bjarnason hafði umsjón með samningu þess árið 2007.  Nú er bara spurning um hvort Hannes hjóli í Björn eða þá hvort Björn hjóli í sjálfan sig.

Hvað þriðja atriðið varðar segir Hannes að ESB eyða 280 miljónum í áróður. Þetta er frekar djúpt í árina tekið því staðreyndin er sú að ESB opnar svona upplýsinga-apparat í öllum löndum sem sækja um inngöngu.  Þetta er bara standardinn.  Ekkert sér íslenskt við þetta.  Heímasíðan evropustofa.is er þetta apparat og mér þykir þetta til fyrirmyndar.

Staðan sem er uppi er fáránleg.  Það er verið að rífast um hluti sem eru ekkert klárir.  Þetta er eins og tveir maraþon-hlauparar myndu fara að rífast um hvernig borðinn á marklínunni líti út.  Er hann rauður siffon borði eða tvílitur silkiborði?  Eða jafnvel eitthvað annað?  Hvítur frotte-borði?  Blár baðmullarborði?  Bleikur móher kappi með pallíettum?

Og þarna hlaupa þeir hlið við hlið í geðveiku rifrildi og fabúlera um hið óliðina. Væri ekki betra að bíða bara og sjá til hvað kemur út úr þessum viðræðum frekar en að taka svona 12 mánaða rifrildis-session með tilheyrandi leiðindum.  Hvernig væri svo að setja sig inn í málin og ræða þau svo?  Það gerðist með Icesave-málið. Það var erfitt, en það var til fyrirmyndar.  Ég held að flestir sem kusu í þeim kosningum hafi gert það að vel athuguðu máli og tekið upplýsta ákvörðun.

Upplýst ákvörðun, yfirveguð og upplýst ákvörðun byggð á því að vega og meta kosti og gallana sem eru í stöðunni.  -Þið vitið.  -Eins og fullorðið fólk.

Því miður sýnist mér að vissir fulltrúar fortíðarinnar vilji alls ekki sjá það gerast.

.

Site Footer