HERLÚÐUR GÆRDAGSINS

Ég fylgdist með „beinni línu“ á dv.is eins og svo margir.  Sjálfur forsetinn sat fyrir svörum.  Ég sendi inn spurningu eftir að hafa bisað við að ákveða hver hún ætti að vera.  Mig langaði að fá útskýringu á ofurmanna-kenningu Ólafs á íslenskum bankamönnum.  Hann sagði nefnilega að frábær árangur þeirra mætti rekja til genetískra eiginleika sem erfst hefðu mann fram af manni.

Svo langaði mig að spyrja hann út í þetta furðulega „overlapp“ sem kemur stundum milli persónunnar Ólafs Ragnars og embættisins sem hann gegnir fyrir okkur Íslendinga.  Hið tvöfalda löggjafarvaldskerfi sem Ólafur hefur ástundað og vill festa í sessi er að mínu mati feigðarflan.  Það eru bara 200 bil möguleg til þess að pikka inn spurningu og ég endaði á þessari hérna.

„Ert þú sameiningartákn fyrir sundraða þjóð“

Ég fékk ekki svar við þessari spurningu.  Hún komst ekki að einhverra hluta vegna. Það komust hinsvegar fullt af góðum spurningum að.  Meðal annara þessi hérna:


Þetta svar Ólafs Ragnars er á skjön við það sem hann hefur áður sagt.

Hérna er yfirlýsing sem kom frá skrifstofu forseta Íslands þann 4. mars.:

Óumdeilt að hann gefur í skyn að hann muni ekki sitja út kjörtímabilið.  Er það svo skýrt að hann bjóði sig fram til 4 ára eins og hann svaraði Dísu Skvísu?


Er forsetinn komin í eitthvað skuggaspil með orð sín og áætlanir?  Er sómi af því?  Er sómi fólgin í því að ráðast á maka meðframbjóðanda síns?  Er sómi í því að færa þessar kosningar niður á þetta plan?  Erum við að heyra óminn úr herlúðrum gærdagsins?

Erum við virkilega að sjá  hið lága plan fært upp til skýjanna?

Ólafur ítrekaði þetta einnig  í útvarsviðtali á þættinum „Sprengisandur“ og í einhverjum öðrum þætti.  Hlustið á þetta sem Lára Hanna setti á netið.

Verður þetta eitthvað skýrara?

Til að taka af allan vafa um hvað Ólafur sagði, tók ég  mig til og setti hljóðbút út viðtalinu á Soundcloudið mitt.

Ólafur Ragnar segir að þegar allt verður orðið stöðugra og kyrrð hefur færst yfir, þá hafi menn á því skilning að hann muni ekki sitja út kjörtímabilið.  Og forsetakosningar færu fram fyrr en ella.

þarf nokkuð að hafa fleiri orð um þetta?

Site Footer