ENGINN AÐDÁANDI FEGURÐARSAMKEPPNA

Ég er enginn aðdáandi fegurðarsamkeppna og finnst þær svo asnalegar að ég botna ekkert í fólki sem

a) tekur þátt i þessu
b) fylgist með þessu.

Ég hef þó lúmskt gaman af „persónuleika-spurningunum“ því þær eiga einhvernvegin að leiða í ljós að það sé ekki bara hin ytri fegurð sem ræður úrslitunun, heldur einnig fagurt geðslag og barngæska.

Fegurðarsamkeppnir snúast bara um hvaða unglingi dómnefndin vildi helst ríða.

Það er nú bara þannig og ekkert að því í rauninni. – – Þetta er bara á svo lágu plani.

Leyniþjónustua Eimreiðinarinnar benti mér á ferlega fyndið persónulegt próf hjá einum keppanda í mest slísí fegðurarsamkeppni Íslands. – Netstúlku Samúels.

Spurningunni um mesta „turnoffið“, svaraði keppandinn Guðríður Jónsdóttir:

„Helga frænka mín lenti í því um daginn að fara heim með gæja sem hafði greinilega ALDREI rakað á sér punginn.  Það er erfitt að finna meira turnoff en það“.

Það er við hæfi að nefna að mesti kappi Íslands fyrr og síðar, Gunnar á Hlíðarenda rakaði örugglega aldrei á sér punginn. -Ágætis dæmi um hvað nútíminn er ömurlegur.  Ungar konur laðast af einhverjum flautusleikjóum og níðrökuðum himpi-gimpum.

En fegurðarsamkeppnir er ekki það eina sem ég skil ekki.  Ég skil ekki kalla sem laðast af konum með rassa eins og 8 ára strákar.

Mér finnst eiginlega að löggan ætti að halda skrá yfir svoleiðis gaura.

 

-Þeir eru til alls vísir

Site Footer