„EFNAHAGSMEISTARANUM“ BOÐIN VINNA

Ég sá myndina „The Inside Job“ í gær.  Fín mynd um efnahagshrun heimsins.  Ísland var versta dæmið enda fyrst að falla.  Það er svo skrýtið að ástandið í Bandaríkjunum var alveg eins og á Íslandi.  -Bara
1000x stærra.

Stór-furðulegt og ýtir sannarlega undir kanarífuglskenninguna sem svo hefur verið nefnd.

Athygli mína vakti viðtal við þennan Mishkin sem Viðskiptaráð keypti afar bjarta skýrslu af, í þeirri von um að tala burt ástandið.  Félagi Mishkins við gerð skýrslunnar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
Tryggvi Þór Herbertsson.  Það sem er fyndið vð þetta sorglega dæmi um akademískt hórarí, er að Mishkin hefur breytt titlinum á skýrslunni í ferliskrá sinni!!  Hann breytir „stability“ í „unstability“ og lætur líta út fyrir að skýrslan hafi verið varnaðarskýrsla!!

-Spurning um hvort Tryggvi Þór Herbertsson hafi gert hið sama?

Myndin kemst að nokkrum niðurstöðum en sú sem er mest afgerandi er að launa og bónuskerfi bankaheimsins sé hin rauverulega ástæða fyrir hruninu.  Ég er alltaf að verða meira og meira sannfærður um að sérstök lög sem beint er að bankaheiminum,  séu nauðsynleg og bónusaruglið verði barasta bannað.  Mikið betra er að borga hærri laun á mánaðabasis ef há laun eru svona lífs-nauðsynleg
innan þessa geira.

Hin sérkennilega staða kemur upp í myndinni að seðlabankastjórinn Davíð Oddson, fær háðslega útreið hjá engum öðrum en Miskin.

Ein af þeim hugrenningum sem fóru í gegnum huga minn eftir að hafa horft á þessa ágætu mynd, er að ef að tesan er rétt um að Davíð Oddsson hafi gert allt rétt og verið óskeikull…..Hví er ekki búið að hafa samband við hann frá Alþjóðabankanum og honum boðin staða til að mannkynið fái allt að njóta hæfileika“efnahagssmeistarans“ eins og Davíð er kallaður meðal innvíðgra

 

Site Footer