EF SVARIÐ VERÐUR NEI

Þó að Icesave-málinu hafi verið rætt fram og til baka er eitt atriði sem aldrei er rætt um.  Það eru hagsmunir íslendinga sem búsettir eru erlendis við námi, leik eða störf.  Það eru þúsundir Íslendinga sem búa erlendis einhvern hluta ævinnar til að mennta sig, vinna eða hvað sem er.


Flestir snúa aftur heim í Íslands því þar viljum við vera og beinin okkar bera.

Vinafólk okkar hér í Gautaborg hyggur á heimflutning í haust.  Þau hafa nýlokið námi og ekkert í stöðunni annað en að fara eftur heim.  Enda stóð það alltaf til.

Um daginn lenti ég á spjalli við þetta ágæta fólk og þau hafa verulegar áhyggjur af útkomunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. apríl.  Ekki er hægt að segja að útlitið sé bjart þegar fólk flytur
heim í land sem er um það bil að loka sig af, fær hvergi lán nema á ofurkjörum, með atvinnuleysi yfir tíu prósentum og þrúgandi gremju sem liggur eins og mara yfir öllu.

Nei þýðir nefnilega stopp, hingað og ekki lengra.

Þúsundir Íslendinga verða strandaglópar og komast ekki heim vegna efnahagsaðstæðna á Íslandi ef svarið verður nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ég hvet alla Íslendinga búsetta erlendis að hafa samband við ræðismennina sína og kjósa.  Höfum í huga að fólk þarf sjálft að koma atkvæði sínu á kjörstað (með pósti) og passa verður upp á að brenna ekki inni með atkvæðið.

Site Footer