Ef húsnæðisverð lækkar…..

Það var merkileg fréttaskýring í sænska sjónvarpinu í gær. ”Krisen som skakar USA”. Fréttamaður fór til Pennsylvaníu og kannaði ástandið á fasteignamarkaðnum. Það var fróðleg samantekt.

Stutta útgáfan af því sem gerðist var sú að skyndilega varð til eftirspurn eftir húsnæðislánum (mortgage) meðal stóru bankanna. Þessi tegund skuldabréfa (húsbréf) þóttu álitlegur fjárfestingakostur meðal stórra banka, innlendra sem aðþjóðlegra. Við þessari eftirspurn var brugðist með að bjóða fátæku fólki húsnæðislán. Við það varð gríðarleg eftrispurn eftir húsnæði með tilsvarandi verðhækkunum á fasteignamarkaðnum. Allir gátu fengið lán. Maður þurfti ekki að sýn fram á neina vinnu, ekki neinar tekjur og gat í rauninni bara labba inn í næsta banka og fengið húsnæðislán! Fátækt fólk stökk náttúrulega á þetta draumatækifæri og keypti sér húsnæði. Lánin voru með lágum afborgunum fyrsta árið en svo varð róðurinn erfiðari. Þegar svo fólk gat ekki staðið í skilum hrundi spilaborgin. Húsnæði lækkaði gríðarlega og skyndilega var afborgunin af húsnæðinu í engu samræmi við virði þess. Fólk keypti sem dæmi hús á 100.000. dollara, og borgaði samkvæmt því. Þegar húsæðið lækkaði svo niður í 50.000 dollara eða minna, þá þurfit fólk samt (auðvitað) að borga af þessum 100.000 dollurum sem það fékk lánað. Margir fóru bara einfaldlega í bankann og skiluðu lyklunum! Sögðu sem svo: ”Ég get ekki borgað og er farinn” Bankarnir stóðu því uppi með tapið.

Mörg dæmi eru líka um svindl á kerfinu og tekið var dæmi af atvinnulausri konu sem fékk miljón dollara lán fyrir húsi sem hún seldi síðans strax aftur á miklu lægri upphæð og hirti mismuninn. Þetta var samkrull fasteignasalans, kaupenda og seljenda. Í ofanálag þá tók fólk lán út á veðrými eigna sinna þegar verðið var sem hæst. Keypti sér bíla og fór í frí. Núna eru þessar eignir skuldsettar upp í topp og gott betur!. Núna eiga bankarnir fullt af eignum sem þeir geta ekki selt. Verðlausar eignir sem grotna niður.

Fréttamaðurinn fór einnig í Volvó-bílasölu og talaði við bílasalann og kúnnana. Amrískur maður var að skoða Volvó bíla og sagðist gjarnan vilja Volvó en treysti sér ekki til þess núna. Þetta væru lúxusbílar. Bílasalinn bar sig aumlega og sagðist stundum selja bílana undir kostnaðarverði bara til þess að ná inn mögulegum framtíðartekjum á þjónustu og varahlutum. Lúxusjeppinn XC 90 hefur reynst Volvó dýrkeyptur. 1200 manns var sagt upp í Varberg (næsti bær við Gautaborg) og Helsingborg vegna dræmra sölutalna í USA. I fyrsta skiptið í áratugi hefur salan á Volvo farið niður fyrir 100.000 selda bíla.

Sé þetta ástand á fasteignamarkaðinum í USA yfirfært á islenskan veruleika þá er margt líkt með þessu ástandi í USA og á Íslandi. Þegar Framsóknarflokkurinn knúði fram 90% fasteignalánin og bankarnir svöruðu af krafti, fór af stað mikið óheillaferli. Margir hagfræðingar vöruðu við þessu en auðvitað var ekki hlutað á þá. Auðvitað!.. Ef fasteignaverð lækkar um 10% kemur upp sama staða og meðal fátæku lántakendanna í USA. Það er nokkuð víst að margir fari bara í bankann og ”skili” eigninni sinni. Sleppi þannig við gríðarlegar afborganir sem það ræður ekki við. 80% lánin voru mikið skynsamari kostur. Þá þarf húsæðisverð að hrynja til þess að þessi staða komi upp.

1 comments On Ef húsnæðisverð lækkar…..

Comments are closed.

Site Footer