DYLGJARINN TEITUR

Jónína Bjartmarz ritar pistil á Eyjuna góðu sem heitir „skoðanafrelsi og Teitur„. Þar fjallar Jónína vítt og breytt um gagnsemi „internetsins“ og skuggahliðar. Jónína segir á einum stað að:

Fólk með allra handa skoðanir og hugmyndir sem þorir jafnvel síður en áður að setja þær fram. Vegna öfga, orðbragðs, óhróðurs og dylgna, sem einkennir skrif alltof margra bloggara, flestra nafnlausra.

Og svo tekur hún dæmi af skrifum mínum.

Það eina sem stýrir þessu fólki þvi er að reyna að koma höggi á ríkisstjórina, hvað sem það kostar. Ef við förum þá leiðina sem sumir vilja, (að borga ekki) þá ættu nokkur atriði að vera á hreinu. Það verða alvarlegar afleiðingar af því hvað sem hver segir. Batikmussu Birgitta heldur því alltaf fram að ekkert gerist og raðar sér í lið með Hannesi Hólmsteini hvað þessa afstöðu varðar.
Ástæðan Jónínu fyrir þessum dylgjum (sem hún sjálf skammast út í) er þessi litla bloggfærsla sem ég reit í gær. Af skrifum Jónínu að dæma þá standa skrif mín í vegi fyrir góðum hugmyndum almennings á Íslandi sem er orðin skíthræddur við bloggara (á borði við mig) og nafnlausa, nauðrakaða níðinga, sem trampa niður í svaðið, samhliða óskaplegu orðbragði, góðum hugmyndum sem aldrei komast á flug. Sennlega hefur hún tekið líkingu mína við böðla og líknara full alvarlega. -En nóg um það.

Það sem er athyglisvert í grein Jónínu er að hún segir:

Helst má skilja [á orðum Teits]þau þannig að fyrir setu mína á Alþingi í tvö kjörtímabil og eitt ár sem ráðherra í ríkisstjórn, sem lauk við kosningarnar 2007, hafi ég fyrirgert tjáningarfrelsi mínu og öllum rétti til að setja fram opinberlega skoðanir eða hugmyndir.

Þetta er bara þvæla. Ég hvet Jónínu einmitt til þess að tala um tímann í hinni baneitruðu ríkisstjórn Davíðs Oddsonar. Ég hvet hana til að leggjast á árarnar með okkur og segja hvenrnig kaupin gerðust á Eyrinni á þessum hroða-tíma þar sem leikreglur lýð- og þingræðis voru fótum troðnar af klíkunum í Sjálfstæðsflokki og flokknum hennar Jónínu, Framsóknarflokknum.

Jónína telur svo upp nokkur atriði sem hún er stolt af frá sínum þingmanns- og ráðherraferli. Þar næst segist hún ekki hafa stutt einkavinavæðinguna eða innrásina í Írak. Af skrifum Jónínu má dæma að hún hafi verið „góði nasistinn“ í þessari hroða-stjórn Davíðs Oddsonar. Svo kemur játningin..

Seinna og í betra tómi kann að vera að ég upplýsi um afleiðingarnar, refsinguna fyrir það að spila ekki alltaf með eða taka ekki þátt í alltumvefjandi meðvirkni-dansi í kringum Davíð og flokkinn hans.

Af hverju seinna og í betra tómi Jónína? Afhverju? Eru þetta svo viðkvæmar upplýsingar? Eiga borgarar á Íslandi ekki kröfu á að vita þetta? Hverjir eru í meintu flokkseigandafélagi Framsóknar? Segðu okkur það. Segðu okkur frá aðdraganda stríðsyfirlýsingarinnar við Írak. -Gerðu gagn. Hjálpaðu okkur að skilja þennann tíma. Segðu okkur frá í stað þess að mæra sjálfa þig og þáttöku þína í hroða-stjórn Davíðs og Halldórs.

Það er einmitt þetta pukur sem hefur verið þess vandandi að gjá hefur myndast milli þings og þjóðar. Engu sem kemur frá Alþingi eða stórnmálamönnum er treyst. Allt er sett undir vafa. Og hverjum skyldi það vera að kenna? Er það þjóðinni að kenna að hún vantreystir stórnmálamönnum? Er það kannski einhverjum bloggurum að kenna?

Hvað flokkinn hennar Jónínu varðar, Framsóknarflokkinn þá nýtur hann alveg sérstaks vantrausts hjá þjóðinni. Ástæðan er ekki gaspur og dylgjur bloggara.

Ástæðan er svolítið sérstök. Því innan helmingaskiptakerfis Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var lýðræðishalli. Það var spilling innan spillingarkerfisins! Framsókn fékk nefnilega helming bitlingana á móti Sjálfstæðisflokki þrátt fyrir að vera bara 10% flokkur. Framsókn var að svindla í svindlaraleiknum. Þetta var ekki gaspur og dylgjur meðal bloggara þjóðarinnar heldur almennarómur. Framsóknarmenn sjálfir vissu manna best af þessu og reyndu hvað þeir gátu að breyta ímynd sinni. Hætt var við að notast við hið gamalgróna „B“ á kosningaauglýisngum og orðskrípið „Bé“ var poppað upp í þeirri tilraun að blekkja kjósendur til fylgilags við sig. -Engum Framsóknarmanni datt í hug að bæta hegðun sína og haga sér almennilega.

Spilling er ekki sýnileg en það er lykt af henni. Spilling er ekki áþreifanleg en ummerki hennar eru má sjá víða. Spilling virkar ekki þannig (eins og stórnmálamenn virðast halda) að tveir menn hittast í myrku herbergi og ákveða að vera spilltir. Fé skiptir um vasa og kvittun gefin út af öðrum til hins. Þannig virkar spilling ekki. Spilling er miklu frekar símtal undir rós, augnagotur sem fylgt er eftir með því að kinka kolli og loðið orðalag sem „innmúrraðir“ aðeins skilja. Stjórnmálamenn hafa alltaf varið sig gegn spillingu með að segja að engar kvittanir hafi fundist og að „öllum reglum hafi verið fylgt“. En það er bara ekki nóg. Svona afsakanir eru hluti af spillingunni. Spilling verður voðalega sjaldan sönnuð. Ríkisborgaramálið var dropinn sem fyllti mælinn hvað Framsóknarflokkinn varðar. Auðvitað var ekki hægt að benda nákvæmlega á hvar spillinginn lá, en það var lykt af henni út um allt samfélagið.

Ég held að kjósendur á Íslandi hafi hreinlega fengið nóg af spillingunni innan Framsóknarflokknum. Þessvegna hlaut hann afhroð í kosningunum 2007. Þessvegna er Jónína Bjartmarz ekki lengur í stjórnmálum.

11 comments On DYLGJARINN TEITUR

 • þau halda því ennþá fram að ríkisborgaramál tengadóttur hennar hafi verið eðlilegt.kannski var það eðlilegt?. Þetta fólk er ótrúlegt, það var svona hegðun sem setti okkur á hliðina. Bjarni B var formaður alsherjarnefndar og ég man eftir flóttalegu augnaráði hans er gengið var að honum varðandi þetta mál.
  pakk allt saman

 • Hjá þér eru engar dylgjur Teitur, takk fyrir það. En þetta eru dylgjur hjá Jóhönnu: „Seinna og í betra tómi kann að vera að ég upplýsi um afleiðingarnar, refsinguna fyrir það að spila ekki alltaf með eða taka ekki þátt í (ekki dylgjur): alltumvefjandi meðvirkni-dansi í kringum Davíð og flokkinn hans.“

  Framsókn er dauð, líkið er á kreiki.

 • Takk fyrir þetta Teitur.

  Ég fagna, líkt og þú, að Jónína hafi kjark til að taka þátt í umræðunni. Það er hið besta mál.

  Jónína hefur aldrei verið krafin svara um framkvæmdir eiginmanns hennar í miðbænum á þessum tíma er hún var á þingi. Maðurinn hennar fékk úthlutaðar lóðir á besta stað og byggði m.a. hótel og fleira.

  Viðskiptasaga þeirra hjóna á meðan þingferli Jónínu stóð þarf að skoða miklu betur og það er full þörf á því að menn skoði það því miklar sögur ganga um hvernig kaupin (vafasöm) gerðust á eyrinni þar.

  Þar er talið að Jónína hafi fengið sínar dúsur.

  Hvað segir Jónína um það?

  Sigurður

 • Skelfilega er þessi umræða eitthvað mikið „2007“: Ég held að kjósendur á Íslandi hafi hreinlega fengið nóg af spillingunni innan Framsóknarflokknum. Þessvegna hlaut hann afhroð í kosningunum 2007.

 • Þessi ríkisborgaramál tengdadóttur hennar segir í raun alla söguna. Hversu mikilli blindu Jónína er slegin. Aðkoma hennar að málinu þarf ekki að hafa verið nein til þess að það flokkist undir tótal spillingu. Tengdadóttir hennar var tekin fram fyrir röðina af því að hún tengdist Jónínu og þannig samtryggingu hinna spilltu pólitíkusa sem ætluðust til sömu trakteringa þegar mál sneru að þeim persónulega. Ekki að Jónína hafi þurft að segja við Bjarna: Kipptu nú í nokkra spotta Bjarni minn. Það er með ólíkindum að konan skuli ekki sjá þetta.

 • Jónína á sér draum.
  Draum um að verða ráðherra aftur.
  Það þarf ekki að tala við marga af fyrri samstarfsaðilum hennar til að fá mynd af því hvað hún telur eðlilega stjórnarhætti.

 • Já við framsóknarmenn erum miklir blekkingameistarar. X-B verður exbé og enginn sér né skilur hvað er í gangi…

  Í fúlustu alvöru, þig setur niður við að bera svona lagað á borð og gengisfellir annars ágæt skrif. Ég er sammála sumu og ekki öðru eins og gengur.

  Og það er nú óþarfi að gera lítið úr okkur því 10% flokkur höfum við aldrei verið.

  Kveðja
  Stefán Bogi Sveinsson

 • þú átt heima á moggablogginu

  kv. Barði Barðason

 • Þetta er góður pistill.

 • Þetta er einn besti blogg-pistill sem ég hef lesið núna á undanförnum misserum, þar er af nógu að taka þegar Framsóknarflokkinn ber á góma það væri örugglega hægt að gera „spennandi“ heimildarmynd um gjörningana á þeim bænum.

Comments are closed.

Site Footer