DV ER LANGBESTA BLAÐIÐ

Ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er DV að blómstra þessar fyrstu vikur ársins. Hver fréttin á fætur annari styðja það og undirstrika að DV er besta blað landsins um þessar mundir.

Ekki bara besta blaðið, heldur lang-besta blaðið.

Ég er sannfærður að DV hefur fundið sitt Watergate með samblæstri Formanns Sjálfstæðisflokksins og ræningjanna sem tæmdu bótasjóði Sjóvár.

Þessu máli er ekki lokið og getur bara farið á einn veg.

9 comments On DV ER LANGBESTA BLAÐIÐ

 • DV er sorprit. Hvar er umfjöllun um Pálma í Fons ? Hvar er gagnrýninn að Jón Ásgeir. Hvar er umfjöllun um Hrein Loftsson, eiganda blaðsins og stjórnarformann Baugs. Kröfur í Baugsþrotabúið nema 300 milljörðum. Það eru hálf fjárlögin á Íslandi.
  Rannsóknarskýrslan kemur hlutunum í samhengi, eflaust nagar eigandi blaðsins neglurnar á hverjum degi þar til skýrslan birtist. Gagnrýni á formann Sjálfstæðisflokksins er sama fréttin blóðmjólkuð dag eftir dag, ekkert nýtt en alið á tortryggni og vantrausti. Maðurinn kom ekki nálægt þeim ákvörðunum sem eru umdeildar. Punktur.

 • Dv er best , sammála.

  Fréttablaðrið og hitt blaðrið er sorp.

 • Sammála.
  DV stendur vaktina. Byltingin fer fram í bloggheimum og í DV !

 • Dv rokkar feitt. Fyrir utan þýddar fréttir af erlendum ömurleika um viðbjóð framinn á börnum. Þoli það ekki. Annars væri ég áskrifandi.

 • Síðan hvenær fór DV að vera gott blað.? Mér er spurn.
  Ef þið lítið yfir farinn farveg, þá getið þið séð hvernig hann er ílla grýttur.
  Jafnvel! er blaðinu treystandi,
  eða eins vel treystandi og því var í aðdragandi hrunsins, og aðdragandin tók nokkur ár.
  Munum það að þar var farið hjáleið undir stjórn vinstri manna og eigenda DV í þeirra þágu.
  Hvar var upplýsingarskylda þeirra
  sem ráku og studdu DV.

 • Allt sópað undir teppið hjá eigenda, til að hylma yfir vinina.

 • Hvers vegna var Sigríður Benediktsdóttir ekki með kallpungunum á fréttamannafundinum um frestun skýrslunnar?

 • Hann var FRAMSÝN sá aðili sem ákvað að láta RÁNFUGL vera tákn Sjálfstæðismanna, þetta siðblinda lið þeirra fer um "ruplandi & rænandi" færandi "kvóta, banka & annað yfir í hendur á útvöldum fjölskyldum sem eru innmúraðar í spillingu FL-okksins..lol…!" Þegar þingmenn þeirra brjóta "lög & reglur landsins" þá segja þeir allir sem einn: "…við vissum ekki betur, vorum í góðri trú, okkur urðu bara á tæknileg mistök…lol..!" Samansafn af siðblindum aumingjum, því miður. SjálfstæðisFLokkurinn ætti að hafa VIT á að fara í smá HREINSUN…!

Comments are closed.

Site Footer