Dularfullt símtal.

Ég var rétt í þessu að enda símtal við mann. Nokkuð sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að maðurinn neitaði að segja mér hvað hann héti. Manni þessum lá mikið á hjarta og tala í belg og biðu. Sagði mig „handbendi hins illa“ og furðaði sig á því að ég væri útskrifaður úr guðfræðideild, verandi trúleysingi. Áður en ég náði að spyrja þennan dularfulla mann nánar út í erindið, skellti hann á mig! Ég ef að vísu ákveðinn grun um hver gerði þetta símtal. Það hefur verið kristinn trúartryllingur eða Kristinn trúartryllingur. Eftir á að hyggja var þetta símtal afar óþægilegt. það er alltaf hálf skrýtið að koma fólki í annarlegt ástand með skoðunum sínum.

-Ég hef aldrei fengið svona símtal áður og vona að þau verði ekki fleiri.

-Best að fara að tálga fyrir Kristinn H.

Site Footer