DRYKKJUVÍSUR

Ég á í fórum mínum litið sýnishornakver um perlur íslenskrar ljóðlistar.  Þetta eru um það bil 10 bækur þar sem einu skáldi eru gerði skil.  Kverin sem ég á, er 2. útgáfa og komu út 1937 hjá Ísafoldarfprentsmiðju.  Undanfarið hef ég verið að lesa úrval kvæða og ljóða eftir Jón Thoroddsen.  Ekki eru ýkjur að fullyrða að Jón sé einn af meisturum íslenskrar ljóðlistar.  Hann er alveg með þetta eins og sagt er.  Glæsilegt skáld og fáa veit ég sem hafa betri tök á tungumálinu en Jón Thoroddsen.  Hann sleppur nefnilega við orðskúðs-pyttinn og upphafninguna.  Ljóðin hans hafa eðilegan hljóm. Að minnsta kosti hvað mig varðar.

Ég rakst á þessa stórfyndnu drykkjuvísu í kverinu og læt hana flakka með mínum skýringum.  Ef einhver er mér ósammála um túlkun eða eitthvað, þá má hinn sami annaðhvort senda mér betri skýringu ellegar stefna mér fyrir dóm.

Titillinn er stórkostlegur og augljóslega í glettnum stíl.  Ég held að Thoroddsen hafi flissað stórum þegar hann setti niður þennan titil.

Dæmigerð byrjun á fylleríi.  Glaðhlakkaralegt skáldið mætir á barinn með fulla vasa fjár.  Takið eftir að hann er ekki bara með tvo bláa seðla heldur klinkið líka.  -Nú verður tekið á því.

Þarna situr skáldið á „svallarastól“ og gleðst yfir því að vera til og  fríinu sem er í vændum.  Hann tekur fram að þrátt fyrir að hann sjái sjaldan til sólar í aumu lifinu, girnist sál hans þessa daga sem þó birtir til.

Þarna er skáldið orðið drukkið og heimtar meira. -Engin smáglös hér.  Nei takk.  Hann vill stóran bjór.  Áfengið hefur nú tekið völdin og skáldið greinir ei hið smáa.  Bara hið stóra.  Nokkuð góð lýsing á ölhöfgi.  Fólk missir sjónar af hinum fínni tilfinningum og eftir standa nokkara grunn-tilfinningar svo sem gleði eða sorg.  Reiði eða væntumþykju.   Oft blandast þetta allt saman með ferlegum afleiðingum .  Skáldið er ennfremur farið að skæla yfir allri stærðinni og yfirþyrmandi sorginni, gleðinni eða reiðinni sem umlykur sálu þess í einum allsherjar tilfinninga-stormbeljanda.

Þegar hér er komið sögu er skáldið ofurölvi  og undrast yfir hvar hann eiginlega sé.  -Gæti þessvegna verið í himnaríki.  Hann reynir að átta sig á umhverfinu en þekkir ekki glöggt hvað fyrir augun ber.

Þrátt fyrir að vera staddur í himnaríki, undrar skáldið sig á því að vera flökurt.  Hann er með klígju í kverkunum og uppsölur á næsta leiti.

Skáldið reynir að finna einhvern stað fyrir uppsölurnar en dettur úr stólnum sökum höfgi.  Hann sættir sig við örlögin vegna þess að jafnvel englar (eins og hann) geta líka hrapað.  Þetta er alveg „spot on“ því það er manninum einhvernvegin eðlilegt að finna sér réttlætingu fyrir svona skandölum.  Réttlæting skáldsins er sú að hann sé engill i himnaríki.

Núna er að renna af skáldinu.  Hann er illa timbraður og æpir á vatn.

Ég hafði sérlega gaman að þessari vísu og tel víst að Jón Thoroddsen hafi ort hana um sjálfan sig.  Á henni sést vel að Jón hefur ekki tekið sig sérstaklega alvarlega og gerir stólpagrín af sjálfum sér.  Þessi drykkjuvísa á vel við í dag sem aðra daga, því þessi saga endurtekur sig á hverjum degi.  Í mismunandi líkömum reyndar.  Þessi vísa er alger snilld og ber skáldagáfu Jóns Thoroddsen gott vitni.

Í kverninu er einnig að finna lofgjörðarvísu um áfengið.  Vísa sem trauðla hangir á vegg hjá Tyrfingssyni.  -Frábærlega ort spékvæði.

Site Footer