DRAUMASTAÐAN

Villta vinstrið virðist loksins vera að ná markmiði sínu eftir tveggja ára barning.  Draumastaðan er í augsýn.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Draumastaðan svona:

Sjálftæðsflokkur er í stjórn með einhverjum öðrum flokki og VG er öskrandi á hliðarlínunni.

Þessi staða hefur verið uppi allt frá þar til fyrir 2 árum þegar VG fór í stjórn með Samfylkingu eftir hrunið.  Mörgum til mikillar armæðu.  Sér í lagi Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur.

Höfum í huga að öskrið á hliðarlínunni, innifelur enga ábyrgð en uppskeran er oft og tíðum geysileg aðdáun frá hinum illa upplýstari meirihluta þjóðarinnar.  þar með eru tvær flugur slegnar í sama högginu því auk prýðilegra hlunninda sem fylgja þingmannsstarfinu, fær viðkomandi útrás og fullnægju fyrir félagslega þætti tilveru sinnar.

Fara að sofa með frasa á borð við „þú ert eini sanni þingmaður þjóðarinnar“ eða „þú ert Íslands von“ bergmálandi í huganum þegar svefnrofinn færist yfir.

Þessi staða færist nú aðeins nær og Lilja og Atli geta hætt að svitna undan ábyrgðinni og þjálfað upp raddböndin og fundið jafnvel upp nýja frasa í ætt við „Íslenskur almenningur getur ekki tekið meiri álögur“ (sagt með hvassri áherslu, krepptum hnefum og haukfránu augnabliki)

-o-o-o-

Sem betur fer eru ekki allir VG-arar fixeraðir á draumastöðuna.  Þar innarborðs er fólk eins og Björn Valur Gíslason, Svandís Svavarsdóttir og Þráinn Bertelsson. þau hafa engan áhuga á ábyrgðarleysisást hinna brutflognu

Site Footer