DRAUMABÍLLINN

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er með netta bíladellu. Ég er alveg veikur fyrir vöðvabílum og hef mikla virðingu fyrir þeim hagleiksmönnum sem smíða slílar bifreiðar. Ég á mér nokkra uppáhaldsbíla. Mig langar drepmikið í gamlan Dodge Challenger (mynd til vinstri), AMC Javelin (blár fyrir neðan) svo ekki sé talað um Pontiac GTO (hvítur fyrir neðan til hægri) Nú það væri einnig gaman að eiga Chrysler Newport en það er hinn fullkomni mafíósabíll. Það má koma 4 líkum í gríðastórt skottið og húddið á Newport er eins og hjónarúm

Lincon Mark IV er síðasti stóri bíllinn frá gullaldarskeiði bandarískra bíla. Flottasti jeppi sem smíðaður hefur verið er Jeep Grand Wagoneer sem var framleiddur frá 84 – 91. eftir það voru þeir ómögulegir. Þessir gömlu Wagoneerar eru alveg snilldin ein. Ótrúlega flottir. Því miður er búið að pimpa alla svona jeppa upp á Íslandi og lítið eftir af upphaflega glæsileikanum. Vínrauður, viðarklæddur og krómaður Wagoneer er orðin eiturgrænn og komin á LP felgur. Þetta er rugl Sumt liggur best fyrir ópimpað.

Flottasti Wagoneer týpan er frá 91 og kallast ”Final”. Það er réttnefni. Síðan þá hefur ekki verið smíðaður flottari jeppi.

1 comments On DRAUMABÍLLINN

Comments are closed.

Site Footer