ÓDÝR MATUR

Við hjónin festum kaup á grilli i gær. Risastórt skipstjóragrill með díóðum og kareókíkerfi. Það var ekkert dýrt. Kostaði 1500 skr. Ég setti það saman í dag og vígði það svo með táknrænni athöfn. Braut á því heljarinnar kampavínsflösku og fékk litla lúðrasveit til að spila nokkur vinsæl dixieland-lög. Þegar ég ætlaði að fara að grilla eitthvað þá var ekkert til í ísskápnum. Ég rauk því út í ICA (sem er sambærilegt við Hagkaup) og keypti pulsur og svínalundir. Það kom mér á óvart hversu ódýrar lundirnar eru því þær eru afar bragðgóðar og samkvæmt kenningunni um að verð og bragð fylgjast að þá ættu þær að vera óætar. Kílóið af svona lundum kosta ekki nema 69 skr. (854 íkr) Stykkið sem ég keypti var 0,58 kg og kostaði þvi 40 skr (495 íkr). Svona stykki er alveg nóg fyrir tvo. Pulsurnar voru eignilega gefins. Pakkinn af krakkapulsum kostaði 8,95 skr (110 íkr). Þetta er ódýr matur og góður. Við Bessi fengum okkur nokkrar svona pulsur. Leó fékk pulsubrauð og jukk í dollu. Ég ætla að elda þessar lund á morgun.

Þessi lund er reyndar merkt sem dönsk framleiðsla og er því aðeins ódýrari en sænska ketið. Reyndar kom mér það á óvart hve mikil gæði eru á öllum mat hérna. Maturinn í Svíþjóð er betri en á Íslandi. Ketið er fallegra, umbúðir eru betri og merkingar allar til fyrirmyndar. Það er líka ódýrara og hægt að fá allskonar stykki innpakkað í venjulegum verslunum. Þetta er klassanum ofar en á Íslandi. Sveimérþá. Það er alltaf verið að ota því að okkur Íslendingu að maturinn heima sé svo góður. Að hann sé betri en matur annarsstaðar í heiminum. Svo rammt hefur kveðið að þessu áróðursbragði að einu sinni var gerð samþykkt á einherjum landsfundi Framsóknarflokksins að Íslenska labaketið væri það besta í heiminum!. Hugsið ykkur ágætu lesendur. Bragð af keti var orðið að pólitík!

Annars var ég að hugsa á leiðinni heim um vinaþjóðirnar Finnland og Svíþjóð. Ég held að sjaldgæft er betra samband milli grannþjóða en Finna og Svía. Svíar líta upp til Finna og Finnar líta upp til Svía. Þetta er dínamíiskt vinasamband þar sem allir græða. Í kalda stríðnu þegar Finnar þurftu að tipla á tánum í kringum Sovíetríkin, studdu Svíar Finna með ráðum og dáðum. Ef hið óhugsanlega hefði gerst, að Sovíetríkin hefðu ráðist inn í Finnland, þá er ég fullviss um að Svíar hefuð varið Finna með öllu sem þeir áttu. Það hefði ringt blýi í Finnlandi. Svíar bera mikla virðingu fyrir Finnum, áræði þeirra í átökum og hernaðarsögu. Enda eru Finnar frábærir.  Ekkert að þessari lund.

Site Footer