Don Davíð.

Ég hitti tölvumann í bankakerfinu í gær. Vel fór á með okkur og ég spurði hann í gríni að ég rétt vonaði að öll samskipti milli Davíðs Oddsonar við hinna bankana væru til í öryggisafritum tölvukerfanna. Tölvumaðurinn brosti og sagði að enginn tölvusamskipti væru til milli Davíðs Oddsonar því að hann notaði ekki tölvupóst. Viðmælandi okkar játti því og sagði það almannaróm að Davíð notaði ekki tölvupóst.

Þetta er bara fyndið.

Davíð Oddsyni svipar mjög til mafíósa í þessu samnengi. Notar ekki tölvupóta og lætur áhangendur sína þeysast bæjarenda á milli með „skilaboð“. Notar ekki GSM síma og aðeins tíkallasíma í sárustu neyð. Sestur í helgan stein á sveitasetri sínu og klippir rósir í kyrrðinni.

6 comments On Don Davíð.

 • sýnist þú hafa smitast af jónasi kristjáns af alvarlegu davíð-á-heilanum heilkenni 😉

 • Fyrir 2-3 árum var ég að reyna að fá DO til að tjá sig um efni, sem ég var að reyna að skrifa grein um. Nokkur samtöl við ritara hans í Seðlabankanum reyndust árangurslítil, hann hafði ekki áhuga á að tjá sig í málinu. Og þegar ég spurði ritarann hvort ég gæti skrifað honum tölvupóst, til að útskýra nú skilmerkilega fyrir honum hvað það væri sem ég væri að fiska eftir, var mér sagt að DO notaði ekki tölvupóst og raunar, að hann væri yfirhöfuð ekki með tölvu.

  Slíkur maður surfar a.m.k. ekki mikið á netinu þegar hann á að vera að vinna. En svo geymir netið reyndar stundum hafsjó af fróðleik sem nýtist stundum við vinnuna…

  Davíð Logi Sigurðsson

 • Hann virðist alla vega kunna að gúggla

 • Mikið er þetta heimskuleg færsla. Þó svo maðurinn hafi ekki notað tölvupóst, þá hefur margsinnis komið fram að hann skrifaði minnisblöð á fundum og jafnvel í símtölum. Svo hafa margar fréttamyndir sýnt Davíð tala í farsíma.

  Ég skil ekki hvernig þetta tengist mafíunni. Er eitthvað í vatninu í Svíþjóð sem veldur þessari bilun?

 • Smá údúrdúr: Símklefarnir í Harlem eru í betra ásigkomulagi en í Reykjavík enda þorir engin að skemma þá í Harlem .dílerarnir þurfa að nota þá.Löggan þarf ekki að passa símklefanna .

 • Ég minnist þess að hafa séð viðtal við Davíð þegar hann var enn forsætisráðherra þar sem umræðuefnið voru smásögur hans. Þar talaði hann um að hann handskrifaði allar sögurnar. Man að það fylgdi mynd viðtalinu þar sem hann sat við skrifborð heima hjá sér í lopapeysu. Man að við borðið var tölva og flatur tölvuskjár sem mér fannst mikið til koma á sínum tíma. Var frá þeim tíma að slíkir skjáir voru sjaldséðir.

Comments are closed.

Site Footer