DÓLGUR Á BIRKIMEL

Ég er orðin frekar þreyttur á ökumönnum sem leggja bílunum sínum út um allar trissur og skeyta engu um annað fólk. Ég held að ég sé ekkert einn um þennan pirring því flestir þeim sem ég þekki deila honum með mér.  Svæsnustu dæmin eru þegar ökumenn leggja í stæði sem merkt eru fötluðu fólki.  Það er í mínum huga einhverskonar hámark skeytingaleysisins og um leið lágmark einhvers sem kalla má mannlega reisn.

Þétt á hæla þeirra sem leggja í stæði fyrir fatlað fólk eru ökumenn sem leggja upp á gangstéttum.  Það er fáránlegt að segja þetta en það er fullt af fólki sem leggur bara upp á gangstétt og ég er ekki að tala um að annað hjólið fari aðeins upp á kantinn.  Það leggur þannig að ómögulegt er að skjótast framhjá og vegfarendur neyðast til að fara út á götuna til að komast framhjá.

Fólk með barnavagna verður ítrekað vart við svona ruddaskap.

Í gær rétt fyrir klukkan 12 sá ég frekar svæsið dæmi á Birkimel en þar er Björnsbakarí sem er mjög vinsælt.  Þar voru tveir ökumenn búnir að leggja samviskulega upp á gangstétt og annar þveraði gangstéttina algerlega. Ég smellti af nokkrum myndum og viðskiptavinur í blómabúðinni á móti var ánægður með framtakið því hann áttaði sig á því hvað ég var að sýsla.

Svona framkoma ökumanna er ekki bara ruddaleg og leiðinleg og dólgsleg.  Hún er líka hættuleg. Krakkar komast ekki framhjá og sér í lagi krakkar sem eru á reiðhjólum. Þónokkrir hjóluðu framhjá mér meðan ég var að smella af myndunum.  Þeir fara út á götuna, á móti umferð sem oft er bísna hröð þarna.

En aðallega er þetta bara svo ömurlegt.

Það var nóg af stæðum hjá blómabúðinni og hjá Þjóðarbókhlöðunni en það hefði reyndar krafist þess að ökumennirnir hefðu þuft að ganga í svona 45 sekúndur (en það er auðvitað ekkert svo íþyngjandi kvöð)

Mig grunaði að ökumaðurinn væri inn í bakaríinu og var kominn á fremsta hlunn með að ná tali af viðkomandi.  Það voru ekki margir í bakaríinu en ég hætti við því ég nennti ekki að þurfa að ákveða hvort það var gaurinn sem glaðhlakkaralega gúffaði í sig sætabrauði eða konan með greiðsluna sem voru hinir seku.

Ég sé pínulítið eftir því að hafa ekki vaðið þarna inn.

-Ég geri það næst.

Hérna eru myndirnar sem ég tók

Ljóst er að Volvo ökumaðurinn kann ekki að lesa á umferðarskilti.  Skyldi hann kunna umferðarrelgurnar sem gilda  þegar billinn er á ferð?
Ljóst er að Volvo ökumaðurinn kann ekki að lesa á umferðarskilti. Hann leggur uppvið skylti sem bannar að bílar nemi staðar þarna.  Þetta gerir hann þó, í öfugri akstursstefnu ogupp á gangstétt.  Þetta vekur upp hugrenningar.   Skyldi þessi ökumaður kunna umferðarrelgurnar sem gilda þegar billinn er á ferð eða ætli gildi sami dofinn?

Ég hef stundum hringt á lögregluna þegar ég sé mér fallast hendur þegar kemur að ruddalegum stöðubrotum en lögreglan hefur lítinn áhuga á að sinna þeim með beinum hætti. Það er frekar ef að lögreglumenn keyra framhjá svona furðum sem eitthvað gerist.

Meðan ég tók mynd af Volvónum sem var lagt upp á gangstétt, þurfti vegfarandi að skjóta sér framhjá.  Ekki þarf að fjölyrða um að manneskja með barnavagn þarf að fara út á götu til að komast framhjá þessum bíl
Meðan ég tók mynd af Volvónum sem var lagt upp á gangstétt, þurfti vegfarandi að skjóta sér framhjá.  Þetta reyndist vera ökumaður hins bílsins.  Ég átti við hana nokkur orðaskipti

Eins og nefnd var hér ofar í textanum er ég ekki sá eini sem lætur svona mál sig varða og það er ansi góð Facebooksíða sem heitir „Verst lagði bíllinn“ sem er vettvangur þeirra sem langar til að breyta menningunni í kringum stöðubrot.

Sjaldséður ruddaskapur
Svona dólgsháttur er því miður alltof algengur  Vegfarendur komast ekki framhjá svona ruddum

Jón Gunnar Benjamínsson kom stöðubrotamálum í deigluna  fyrir skömmu en hann gómaði tvær konur við að stelast í stæði sem merkt er fötluðum.  Ég held að margir hafi vakað upp við vondan draum þegar sú frétt komst í deigluna.  Ég vona að almenningur fari nú að vakna og hætti að skammast í hljóði og geri eitthvað í málinum þegar Því ofbýður.

Við eigum ekki að umbera svona dólgshátt.

Site Footer