DIMENTION OF SOUND

Ég stend á ákveðnum tímamótum í lífinu og ákvað vegna þessa, að reisa mér vörðu.  Hún var reyndar ekki hefðbundin en íslensk eins og flögulagað basaltið sem raðað er upp þegar hefðbundin varða er mótuð.

Ég var sætur við sjálfan mig. Lét eftir mér og keypti mér hátalara.

En þetta eru ekki venjulegir hátalarar frá Sony, Panasonic eða Yamaha. Heldur ekki frá Jamo, eða frá þessum fínu bresku merkjum.

Nei þetta eru íslenskir high-end hátalarar.  Hér eru smávegis upplýsingnar

Og þeir eru alveg hrikalega flottir.  Allur efniviður er „top notch“ eins og Gene Simmons segir stundum.  Ég er hrikalega spenntur að tengja og hækka pínulítið.

Allt í kringum þessa hátalara er frábært.  Fyritækið er staðsett á Skagaströnd og rekið af hljóðnördum.

Dimention of sound.

Þetta getur ekki endað annarstaðar en í einhverri epík. Hljóðnödar, Skagaströnd, íslensk tækni, og framtíðar fjárfesting sem öskrar á aukið verðmæti með hverjum degi sem líður.

Á morgun verður sýning í Iðnó. . . Ég ætla að mæta skoða hátalarana mína sem voru sérsmíðaðir fyrir mig eftir að ég greiddi staðfestingargjaldið. . .

 

Panasonic hlunkarnir mínir munu gráta sig í svefn í kvöld.

 

 

Site Footer