Die Hard-partý hjá Birni Bjarna.

Sjálfstæðisflokkurinn er samansafn valdasjúkra,veruleikafirrtra, geðsjúklinga.

Ég er ekki að segja þetta vegna þess að mér er eitthvað mikið niðri fyrir. Þetta er niðurstaða af vel athuguðu máli.

Fyrst leggja þeir efnahag landsins í rúst, svo verða þau fúl yfir því að þeim sé bolað frá völdum. Þá fyrst er byrjað.

 • Einar Guðfinnson opnar á hvalveiðar á síðasta degi sínum í embætti. Greinileg jarðsprengja fyrir komandi ríkisstjórn. Erfiður pakki og augljós skemmdarverkastarfsemi.
 • Davíð Oddson hótar að fara í mál við ríkið á þessum víðsjárverðu tímum og kerfst 200 miljóna fyrir að vera rekinn (þrátt fyrir að hafa tortímt efnahagi landsins) Síðasta svipuhöggið á landa sína.

Allir væla þeir svo um svik og pretti, að ógleymdum frasanum um ringulreiði vinstri flokkanna. Þessu fólki er ekki viðbjargandi og ég hvet þau til að taka sér s.s vikufrí frá stjórmálastússi. Hittast heima hjá Birni Bjarna og tékka á nokkrum Die Hard myndum. Fá sér popp og fara pottinn með túpu af bjór og Jagermeister.

-Ekki væri verra að umræðurnar snérust um hvernig til tókst á 18 ára valdatíma þeirra.

3 comments On Die Hard-partý hjá Birni Bjarna.

 • Eftir vikulangar umræður munu sjálfstæðismenn alltaf komast að þeirri niðurstöðu að þetta hefði nú örugglega gengið upp ef ekki hefði verið fyrir hina.

  Þeirra hlið mála og lífssýn var fullkomin.

  Ef þeir hefðu náð að koma frænda sínum í öll embætti og enkavinavætt öll ríkisfyrirtæki til sinna vina þá hefði þetta ekki farið svona.

 • Einmitt. Athugaðu að samkvæmt Sjálfstæðisflokknum var stefnan rétt!!

  -Stefnan sem leiddi til Davíðshrunsins var rétt!!

  Þetta sætir svoleiðis algerri furðu að ég missi þvag í hvert sinnið sem ég hugsa um þettað.

  Stefnan var rétt…. Stefnan var rétt…

 • Vill svo skemmtilega til að ég var að horfa á fyrstu Die Hard myndina í gær. Frábær mynd og stenst algerlega tímans tönn. Ég þori jafnvel að halda því fram að um sé að ræða bestu hasarmynd allra tíma.

Comments are closed.

Site Footer