Davíð Oddson mótmælir.

Þegar ég sá mynd af Davíð Oddsyni í mótmælastöðu fyrir framan Alþingi þá datt mér í hug umkvartanir síðasta leiðtoga Þriðja ríkisins, Karls Dönitz um lélegan aðbúnað sakborninga í Nurenberg-réttarhöldunum. (Fréttin og myndin eru fengin af Vísi.is)

Rétt eins og Davíð Oddson, hugmyndafræðingar hans og fylgismenn, báru þeir eld að samfélaginu og kvörtuð nú sáran undan stöðunni sem landið sitt var í.

Nú verð ég örugglega skammaður fyrir að líkja Davíð og klíkunni í kringum hann við nasista en til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að líkja þessu tvennu saman heldur aðstæðunum í kringum þá staðreynd að Davíð Oddson var að mótmæla stöðunni sem hann og Sjálfstæðisflokkurinn kom landinu okkar í og aðstæðum sakborninga í Nurenberg-réttarhöldunum þegar þeir mótmæltu harðlega aðstæðum í fangelsinu sem þeir voru látnir dúsa í osfr.

Ég undra míg á því hversvegna hann var ekki handtekin á staðnum því Davíð Oddson er að öðrum ólöstuðum ábyrgur fyrir mesta embættismannafúski Íslandssögunnar þegar hann tæmdi seðlabankann með því að þiggja verðlausa pappíra sem trygginar fyrir stórkostlegum útlánum. Ef það er ekki glæpsamlegt vanhæfi og fúsk af verstu sort, þá veit ég ekki hvað.

7 comments On Davíð Oddson mótmælir.

 • Thetta er bara surrealiskt ad sja.

 • Síkkópatarnir kunna ekki að skammast sín

  Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

 • hann hefur allveg sama rétt og aðrir til að vera þarna.

 • Er ekki Björgvin Sig þingflokksformaður í dag?

 • Kjartan Gunnarsson mótmælandi er kominn fram og heldur því fram að bankinn hans og foringjans hafi vitandi vits safnað öllum þessum innlánum með tóman Tryggingasjóð sem bakhjarl.

 • Voru það ekki einmitt nasistarnir sem þoldu ekki fólk sem hafði aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Þá átt þú Teitur ýmisslegt sameiginlegt með nasistum. Davíð Oddsson hefur ekki framið neinn glæp annan en þá að hafa skoðanir. Vinstri menn þola illa hversu klár hann er og verða vitskertir þegar hann opnar munninn eða sést út á götu..svolítið eins og fanatískt fólk sem er ekki með réttu ráði, lyktar af nasisma.

 • Heldur Davíd Oddsson ad hann geti endurreist sjálfan sig pólitískt med tví ad maeta á Austurvöll og mótmaela afleidingum af sinni eigin pólitík? Ég vona ad sögulegt minni íslenskrar altýdu sé tad langt ad tad útiloki tennan mann frá öllum valdastödum í íslensku samfélagi í allri framtíd.
  Gleymid ei fallegustu ordum í íslenskri tungu: EIGNARNÁM OG TJODNÝTING!!

Comments are closed.

Site Footer