Davíð Oddson hótar löndum sínum.

Hótun Davíðs Oddsonar um að hann krefjist fullra launa verði hann rekin, er dæmalaus. Davíð á skítnóg af peningum og hefur ofur-eftirlaun sem verða á einhvað í kringum 1,5 miljónir á mánuði þar til hann hrekkur upp af. Hann vill fá full laun í þar til ráðningarsamningur hans rennur út í ofanálag.

Til að gera málið ennþá svívirðilega þá réð hann sjálfan sig sem seðlabankastjóra og ákvað ráðningartímanum. Skömmu áður hafði hann skammtað sjáfum sér ríflegustu eftirlaun sem sögur fara af í opinberri þjónustu.

Í staðin fyrir að halda með okkur og á þessum erfiðu tímum ákveður Davíð að vinna gegn okkur þegar við megum minnst við því. Davíð er arkítektin af Hruninu og gengur nú fram með þeim hætti að undrum sætir. Mann skortir orð til að lýsa þessum ósóma. Sálarlíf Davíðs er nú sennilega afar bágborið enda sér hann að öllum líkindum að stefna sú sem hann skóp var gereyðingarstefna. -En Davíð. Ekki hefna þín á okkur sem sitjum eftir í súpunni eftir Davíðshrunið.

Davíð Oddson hefur tækifæri til að gera eitt grand move áður en hann hættir. Hann hefur tækifæri á að hætta af sjálfsdáðun. Ljúka málinu þannig og fara af hinu opinbera sviði. Ef hann gerir það ekki, verður hans minnst eins og Quislings .

Ég óttast einnig að honum verði ekki vært hérlendis ef hann fjár-kúgar þjóðna sína á þann freklega hátt sem hann hefur gefið í skyn.

3 comments On Davíð Oddson hótar löndum sínum.

 • Ohh – hann er svo mikið krútt, hann Davíð.
  Þjóðinni þykir svo vænt um hann.
  Berglind

 • hérlendis? ertu búinn að gleyma að þú ert í Sverige?
  kv
  Hjálmar

 • Davíð er ekkert svona slæmur. Þú ert ofstækismaður Teitur. Hvað hefði Jesús gert? Spurðu sjálfan þig þessarar spurningar.

Comments are closed.

Site Footer