DANSKA SÍLDIN ER ÓDÝRARI

Ég átti leið í krónuna í gær og eins og oft áður þá staldraði ég við maríneruðu síldina.  Þar voru tvær tegundir á borðstólnum.  Ein dönsk og ein íslensk.

Sú danska var töluvert ódýrar og alls ekkert ógirnilegri.  Fyrirtækið sem gerir hana heitir Gestus og mér sýnist það vera ágætis.  Kílóverðið af innfluttu síldinni var 1144 krónur en sú íslenska (frá ORA) kostaði 1446 krónur hvert kíló.

Mér finnst þetta of mikill munur og skil ekki í því að íslenska síldin skuli vera dýrari.  Það eru sennilegar mjög svipaðar framleiðsluaðferðir í gangi en vinnulaun á Íslandi eru örugglega helmingi lægri en þau dönsku. Þess utan þarf danska síldin að að ferðast nokkur þúsund kílómetra en sú íslenska nokkur hundruð (í mesta lagi)  Sennilega nokkra tugi kílómetra.

Ég vona svo sannarlega að íslenski framleiðandinn lækki verið á sinni vöru því þótt að ég (og fleiri) séum sannarlega til í að borga meira fyrir íslenskar vörur, eru takmörk fyrir þeim ásetningi.

Sá ásetningur þvarr í Krónunni í gær og ég keypti þá dönsku.

Site Footer