Eins og flestum þá leiðast mér þjófar. Ég hef stundum orðið fyrir barðinu á þeim og það er alltaf jafn leiðinlegt. Í fyrrasumar var stolið frá mér kassatrillu sem stóð undir svölunum þar sem ég bjó. það var mjög leiðinlegt að missa þessa trillu enda hafði hún bjargað lifi minu allavega í tvígang. Frábær græja sem ég keypti í Claes Olson. Í Gautaborg var hjóli í eigu fjölskyldunnar stolið þar sem það var læst inn í afgirtum garði. Þar áður …
Flokkur: Umhverfismál
Ég átti erindi til Húsavíkur fyrir nokkrum dögum. Það var mjög skemmtilegt að koma þangað. Ég bjó á Húsavík í 4 vikur árið 2003 og það er óhætt að segja að allt annar bragur er á Húsavík í dag en þá. Þarna er allt á uppleið og þar sem áður var daufleg og daunill höfn, er nú iðandi mannlífspottur með veitingastöðum og allskonar skemmtun.
að hefur tekist. Forsetakosningarnar hafa snúist um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega ESB aðild. Andstæðingar ESB standa einhvernvegin í þeirri trú að Ólafur Ragnar muni standa í vegi fyrir „óheppilegri“ niðurstöðu úr mögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.
Bloggið hans Agnars Kristjáns Þorsteinssonar frá því í gær var með því besta sem ég hef séð í langan tíma. Bloggið fjallaði um frétt sem birtist á stöð 2 þar sem gefið var í skyn að „eftirlitsiðnaðurinn“ væri að drepa suma geira atvinnulífsins og kræklingarækt nefnd þar sérstaklega til sögunnar. Fréttin var i þvílíkum dómsdags-stíl að Kristján Möller og einhver Sjálfstæðisþingmaður stigu upp í pontu á Alþingi og hneyksluðust yfir þessu.
Ég er mikill áhugamaður um rusl og endurvinnslu. Í borginni minni, Gautaborg, eru sorpmál öðruvísi en á Íslandi. Þar hefst flokkun sorps á heimilum fólks. Ruslatunnan er eiginlega bara notuð fyrir matarafganga og eitthvað tilfallandi. Pappír, gler, litað gler, plast og járn eru flokkað og hent í þar til gerða gáma sem eru út um allt. Fyrir stærri hluti sem þarf að henda er farið í „sorpu“. Þær stöðvar eru færri en miklu stærri.
Ég vakti athygli á veggjakroti í bloggi í gær. Viðbrögðin voru góð og greinilegt að margir eru orðnir þreyttir á þessum ósóma. Reyndar er það svo að ég fæ á tilfinninguna að flestir séu löngu hættir að taka eftir þessu og í dofa þess sem er sama um allt, hætta skilningarvitin að virka og vandinn er þar af leiðandi ekki til.
Strákurinn minn er á sundnámskeiði í Laugardalslaug. Sænskir krakkar synda frekar lítið (að mér finnst) og sund ekki hluti af kennslunni (eftir því sem ég best veit) Þetta er pínulítið furuðlegt því að Svíar elska að synda í öllum vötnunum sem prýða landið. Sundlaugar í Gautaborg, þar sem ég bý, eru frekar slappar og dýrt ofan þær.
Ég er áhugamaður um rusl eins og glöggir lesendur Eimreiðarinnar kunna að gera sér greín fyrir. Ég hef bloggað töluvert um ruslamál eftir að ég flutti til Svíþjóðar því ég fékk kúltúrsjokk þegar ég fór að flokka.
Um dagin var mikið rifist á Íslandi vegna þess að Reykjavíkurborg vill að ruslatunnueigendur, færi þær að einhverjum „drop-off“ stað svo að fljótlegra, ódýrara og auðveldara sé að hirða sorpið.