FÍLLINN Í STOFUNNI OG VONIN BJARTA

Á dögunum þá fékk ég senda bísna góða greiningu á eftirmálum hryðjuverkaárasanna í París.  Þetta var teiknuð útskýring. Eiginlega skrípó en náði betur en margar ritgerðir kjarna málsins.  Þessi útskýring nær alveg að negla það sem hefur alltaf truflað mig í þessu samhengi. Umræðan er alglerlega rofin í tvennt og skiptist á milli tveggja öfga.  Höfundur þessarar hugleiðingar er Alan Bao og hún birtist á Friendly Atheist (sem er frábær síða). Ég eyddi smávegis tíma í að þýða þetta og

Lesa meira

VASELÍNSMURÐAR SKOTGRAFIR

að hefur tekist.  Forsetakosningarnar hafa snúist um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega ESB aðild.  Andstæðingar ESB standa einhvernvegin í þeirri trú að Ólafur Ragnar muni standa í vegi fyrir „óheppilegri“ niðurstöðu úr mögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

SNORRI ÓSKARSSON

Það hefur verð mjög upplýsandi að fylgjast með umræðu í kringum Snorra Óskarsson kennara vegna skrifa hans á bloggið sem hann heldur úti. Viðbrögðin við skrifum Snorra voru ofsafengin og í kjölfarið var hann tekinn á teppið í skólanum þar sem hann vinnur. Snorri óttast uppsögn úr starfi vegna þessa máls.

MISSKILNINGUR

 Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri. þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.

UMHUGSUNARVERÐ BLAÐAGREIN

Í Fréttablaðinu í gær birtist athyglisverð grein eftir ríkiskirkjuprestinn og borgarfulltrúann, Bjarna Karlsson. Í greininni skammast Bjarni út í ný-afgreidda tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti leik og grunnskóla við trúfélög hverskonar.Af lestri greinarinnar mætti ætla að Mannréttindaráð Reykjavíkur væri að slíta á eldgömul tegnsl milli trúfélaga annarsvegar og skólastarfs hinsvegar.

KIRKJA OG SKÓLI

Nú er allt að verða vitlaust út af því að það á að fara að úthýsa trúfélögum út skólum í Reykjavík.  Nú er vælt og allskonar furðulegheit koma upp á yfirborðið.  Mest ber á „meirihlutagoðsögninni“ svokölluðu, en hún gengur út á að flestir séu í kristnu trúfélagi, þannig að presta-heimsóknir eða trúboð séu í góðu lagi.Við þessu er alltaf sama svarið.

ÓLÍNA ER -E K K I- MEÐ ÞETTA

Ég var einn af þeim sem var ánægður með að fá Ólínu Þorvarðardóttur á þing.  Hún er með bein í nefinu og er eini þingmaðurinn sem hefur boðið LÍÚ-klíkunni birginn. Síðan þá hefur þessi hrifning mín farið æ-minnkandi.  Mér þykir hún huglaus að þora ekki að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir Landsdóm.  Svo fer í taugarnar á mér þetta ríkiskirkju-dekur í henni.

OSSO-KOMMASO !!!!!

-Prenta þetta út. -Skrifa undir -Taka ljósmynd af kvikyndinu -Senda í tölvupósti á þetta netfang:  skra@skra.is – – – -Og þú ert ekki lengur í þjóðkirkjunni. -o-o-o-o- Fyrir 16 ára og yngri á að fylla þetta út.

Site Footer