AÐ UPPGÖTVA EITTHVAÐ NÝTT

Það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt í tónlistinni. Ég er reyndar svolítið eftirá eins og sagt er og uppgötvaði t.d Gangter-rappið í hitteðfyrra og féll kylliflatur fyrir því. Svo er gaman að því að upp úr 1990 hlustaði ég bara á Sex Pistols og eitthvað punk. Fugazi hét ein hljómsveitin.

Xanadu

Í gær sá ég bíómyndina Xanadu með Oliviu Newton-John. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki séð súrari mynd á ævinni. Samt er tiltölulega stutt síðan ég sá Pink Flamengos eftir John Waters. Það er súr mynd en nær ekki með tærnar þar sem Xanadu er með hælana.

ÞAÐ SEM STJÓRNMÁLAMENN TALA ALDREI UM

Þrátt fyrir allt þrasið um stjórnmál, er eiginlega aldrei reynt að svara spurningunni um hvernig skapa eigi gott og fagurt samfélag.  Það er eins og umræðan týnist gersamlega í þaranum sem einkennir hafsbotn umræðuhefðarinnar á Íslandi.  Þarinn þvælist til og frá enda háður straumum, vindátt og jafnvel tunglstöðu.

SKIPTUM UM ÞJÓÐSÖNG

Eins og flestum er vonandi ljóst, þá lifum við á miklum umbrotatímum.  Afraksturinn frá lýðveldisstofnun er frekar slappur.  Bitrar og sárar minningar earu tengdar við gamlar „stofnanir“ samfélagsins.  SÍS vekur upp vondar minningar og ugg í brjósti.  Sama má segja um Stjórnmálaflokkana.  Mest Framsókn en Sjálfstæðið fylgir fast á eftir.  Sú kjördæmaskipan sem við búum við vekur stöðugt upp vondar tilfinningar enda eru gilda atkvæði misumandi mikið, eftir því hvar á landinu þau eru greidd.  Fleira mætti telja upp svo sem landlæga spillingu varðandi mannaráðningar

Lesa meira

Site Footer