FÉLAGI TRYGGVA ÞÓRS HERBERTSSONAR

Fredrick Mishkin er annar höfundur alræmdu skýrlsunnar sem Viðskiptaráð keypt árið 2006 í kjölfar „litlu kreppunnar“.  Hinn höfundurinn var Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðngur sem nú er alþingismaður.

SKYLDI ÍSLANDSKLUKKAN HLJÓMA?

Mér líst vel á hugmyndir um að setja rosaskatt á bankatoppana.  Höfum í huga að Arion, Glitnir og Landsbankinn fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum bara til þess að tóra.  Höfum eitt á tæru.  Ekki erum að ræða ofurskatta á duglega viðskiptamenn, lánsama sjómenn eða þessháttar.  Um er að ræða bankatoppa hinna föllnu banka sem fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í NOREGI

Fjölskyldan var í Osló um helgina í góðu yfirlæti.  Ég gerði þetta helsta eins og vera ber.  Fór á Munch safnið sá húsið hans Bjarna Ármannsonar og renndi mér á skíðum.  Noregur var lengi hluti af Svíþjóð en var skilið frá ríkinu eftir töluvert basl, en fór sósíaldemókratinn Hjalmar Branting fremstur í flokki til að koma þjóði sinni í skilning um að betra væri fyrir Svíþjóð að sleppa hendinni af Noregi, en að standa í stöðgu basli við að réttlæta þann órett sem undirokaður Noregur var.

Lesa meira

EKKERT FLÓKIÐ

Samhliða kosningum um Icesave-saminginn, ætti að kjósa um stjórnlagaþingið.  Sú spurning gæti hljómað eitthvað á þessa leið. „Vilt þú láta stjórnlagaþingsmennina sem kosnir voru þann 27. nóvember 2010 mynda hóp sem skilar tillögum að breytingu á stjórnarskrá Íslands“.

FÍN NIÐURSTAÐA

Nú ætti farsanum með kjosum.is að vera lokið.  Þau fengu sína þjóðaratkvæðagreiðslu og er það vel.  Ég hef aldrei verið skammaður eins mikið og eftir að ég benti á annmarka í þessari undirskrifasöfnun, og miðað við nýjustu athugasemdirnar hefur tónninn breysts aðeins og glammið úr Þórðargleði hinna hugtrylltu fylla nú allt í senn, hamar, steðja og ístað.

Site Footer